Dalaveitur

Dalaveitur ehf. er fjarskiptafélag sem sér um lagningu og rekstur ljósleiðarakerfis í Dalabyggð, auk þess að reka hitaveitu á Laugum í Sælingsdal. Með stofnun félagsins eru framkvæmdir, rekstur og önnur umsvif aðgreind frá öðrum rekstri sveitarfélagsins.

Lagning ljósleiðara Dalaveitna er unnin í tengslum við átaksverkefni ríkisins „Ísland ljóstengt“, sem styrkir ljósleiðaravæðingu dreifðari byggða sem ekki teljast til markaðssvæða. Framkvæmdir hófust haustið 2017 og nú hafa verið virkjaðar tengingar í stærstum hluta Dalabyggðar, úr suðri og vestur á Fellsströnd.

Í febrúar 2020 verða tengingar í Saurbæ virkjaðar og áætlað er að tengingar á Skarðsströnd verð virkjaðar síðsumars 2020.

Viðskiptaskilmála Dalaveitna má sjá með því að smella HÉR, en nýjasta gjaldskrá félagsins er undir gjaldskrám sveitarfélagsins hér á síðunni.

Hægt er að senda fyrirspurnir um ljósleiðaraverkefnið á netfangið dalaveitur@dalir.is.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei