Dalaveitur

Dalaveitur ehf. er fjarskiptafélag sem sér um lagningu og rekstur ljósleiðarakerfis í Dalabyggð, auk þess að reka hitaveitu á Laugum í Sælingsdal. Með stofnun félagsins eru framkvæmdir, rekstur og önnur umsvif aðgreind frá öðrum rekstri sveitarfélagsins.

Lagning ljósleiðara Dalaveitna var unnin í tengslum við átaksverkefni ríkisins „Ísland ljóstengt“, sem styrkti ljósleiðaravæðingu dreifðari byggða sem ekki teljast til markaðssvæða. Framkvæmdir hófust haustið 2017 og var síðasta svæðið tengt sumarið 2020. Eftir það hefur stökum heimtaugum verið bætt við.

Viðskiptaskilmála Dalaveitna má sjá með því að smella HÉR, en nýjasta gjaldskrá félagsins er undir gjaldskrám sveitarfélagsins hér á síðunni.

Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar um ljósleiðarakerfið á netfangið dalaveitur@dalir.is.

 

Tilkynningar um bilanir og slit skal senda á dalaveitur@dalir.is og í síma 894-0831.

 

Kortasjá fyrir dreifikerfi Dalaveitna. Þar er sýnd gróf lega ljósleiðara og er hugsuð sem yfirlitsmynd yfir kerfið og til skoðunar á hvort ljósleiðari sé nálægt fyrirhuguðu jarðraski landeigenda og annarra. Einni má leita eftir svörtum plasthælum, sem eru í lagnaleið strengja, til að sjá gróflega staðsetningu. Mikilvægt er að hafa samband og fá nánari upplýsingar um staðsetningu áður en farið er í jarðrask í grennd (minna en 50-100m frá ætlaðri legu) við ljósleiðarastreng. Sé fyrirhugað jarðrask nærri streng mun starfsmaður Dalaveitna koma á staðinn og merkja út staðsetningu og gefa leiðbeiningar ef gera þarf frekari ráðstafanir. Hafa skal samband með að minnsta kosti 2-3 virkra daga fyrirvara! Ábendingar um mögulegar villur í kortasjá má gjarnan senda á ofangreint netfang.

Framkvæmdaraðili sem ekki tilkynnir um vinnu við streng  getur þurft að bera kostnað af viðgerð, verði hann fyrir skemmdum! Með framkvæmdum er átt við rask sem er meira en hefðbundin plæging túna og hreinsun skurða. Dalaveitur bera annars kostnað af viðgerð vegna slysa eða tjóna sem rekja má til frágangs kerfisins, t.d. ef strengur skemmist við hefbundna umferð eða minniháttar framkvæmdir landeiganda.

Hafa skal í huga aðrar veitur sem eru með dreifikerfi í jörð í dreifbýli Dalabyggðar, t.d. hitaveita (Reykjadal-Búðardal) og rafstrengir Rarik, fjarskiptalagnir Mílu og Orkufjarskipta og vatnsveita Dalabyggðar (Svíndalur-Búðardal).

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei