Fjárhagsaðstoð

Upp geta komið aðstæður hjá einstaklingum og fjölskyldum sem verða þess valdandi að þörf er á fjárhagslegri aðstoð.

Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar voru samþykktar í félagsmálanefnd Dalabyggðar 16. mars 2010 og staðfestar í sveitarstjórn Dalabyggðar 20. apríl 2010. Reglur þessar byggja á lögum nr.40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Samkvæmt lögunum er sveitarfélögum skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu þeirra sem vegna sérstakra aðstæðna geta ekki séð sér og sínum farborða án aðstoðar.

Fjárhagsaðstoð er veitt með það að markmiði að veita einstaklingum og fjölskyldum hjálp til sjálfshjálpar.

Áður en sótt er um fjárhagsaðstoð skal það jafnan kannað til þrautar hvort að umsækjandi hafi rétt til annarra greiðslna, þar með talið frá almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri fjölskyldumála, Jóna Björg Guðmundsdóttir í síma 430-4700 eða gegnum netfangið jona@dalir.is.

Umsókn um fjárhagsaðstoð sendist á netfangið jona@dalir.is

Vinsamlegast athugið að með umsókn þurfa að fylgja launaseðlar umsækjanda og maka, bótaseðlar umsækjanda og maka frá Tryggingastofnun ríkisins, greiðslur úr lífeyrissjóðum til umsækjanda og maka, auk afrits af skattframtali síðasta árs.

ÍTAREFNI:

Lög nr.40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga

Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar

Eyðublað – Umsókn um fjárhagsaðstoð

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei