Bæjarhátíð

Er haldin í júlíbyrjun annað hvort ár, á sléttri tölu.

Það kannast eflaust flestir við texta Þorsteins Eggertssonar; „Er ég kem heim í Búðardal, bíður mín brúðarval. Og ég veit það verður svaka partý…“

Á bæjarhátíðinni „Heim í Búðardal“ er kannski minna um brúðarval sem bíður í röðum en með sanni má segja að það sé svaka partý og veislunni margt í.

Hátíðin er vel sótt af heimamönnum og gestum þeirra, þar á meðal brottfluttum Dalamönnum. Áherslan er lögð á fjölskylduvæna og heimatilbúna dagskrá og viðburði.

Bærinn er skreyttur hátt og lágt. Íbúar og fyrirtæki hafa opið fyrir gesti og gangandi, sem dæmi var vel tekið í kjötsúpurölt á hátíðinni 2018. Dalamenn skemmta sér í froðurennibraut, kassabílarallý og ratleik svo eitthvað sé nefnt.

Heim í Búðardal 2020

Bæjarhátíðin Heim í Búðardal verður haldin 3.-5.júlí 2020
Dagskráin er uppfull af skemmtun fyrir alla aldurshópa.

Verið er að ganga frá dagskránni svo nánari upplýsingar munu birtast á næstu dögum s.s. hvað varðar nákvæmar staðsetningar viðburða.

SKREYTINGAR verða eins og síðustu ár, þ.e.:
Grænn 💚 og/eða appelsínugulur 🧡 sunnan megin í þorpinu.
Rauður ❤️ og/eða blár 💙 norðan megin í þorpinu.
Við bætist í ár gulur 💛 og/eða fjólublár 💜 í dreifbýlinu!
Verðlaun verða veitt fyrir bestu skreytinguna 🏆
Svo núna er um að gera að vera frumlegur!

————————————————–

🌻 !! Dagskrá !! 🌻
Föstudagur 3.júlí:
18:00-20:00 Kjötsúpurölt og hverfagrill í Búðardal
Bakkahvammur 4 – kjötsúpa
Ægisbraut 21 – kjötsúpa
Brekkuhvammur 1 – grill

19:30-20:30 Happy hour á Veiðistaðnum

20:00-21:30 Pubquiz á Dalakoti

Laugardagur 4.júlí:

10:00-13:00 Ratleikur á víkingaslóðum á Eiríksstöðum.
Hægt að mæta hvenær sem er til þátttöku innan þess tíma.

10:30-12:00 Ungbarnastund á bókasafninu fyrir 2 ára og yngri.
Tónlist, bækur, gleði og eitthvað til að narta í.

12:00-14:00 Vestfjarðavíkingurinn við Auðarskóla.
Keppt verður í réttstöðulyftu og steinatökum.

13:00 Froðurennibraut í MS brekkunni.
Hægt að fara í sturtu á tjaldsvæði eftir rennibrautina ef vill.

13:00-17:00 Sýningar- og sölubásar í Dalabúð.
Matur, handverk, listaverk, skartgripir og svo margt fleira!
(sendið á johanna@dalir.is til að panta sölu-/sýningarborð)

14:00-15:00 Dalahestar teyma undir börnum.
Verða hjá leikskólanum, fyrir neðan sparkvöllinn.

15:00-16:00 Bátakeppni á bryggjunni.
Mæta með báta niður á bryggju til að taka þátt.
Verðlaun verða veitt fyrir frumlegast bátinn og þann sem kemst yfir á stystum tíma
Björgunarsveitin Ósk verður til aðstoðar í keppninni.
Börn 10 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Reglur:
– Báturinn þarf að vera heimagerður
– Báturinn þarf að bera einstakling þannig að hann sé a.m.k. þurr fyrir ofan hné þegar komið er á land að nýju
– Báturinn má ekki vera stærri í umfangi en 2 x 2 metrar
– Báturinn þarf að drífa á milli bryggjunar og rampsins (ca.15 metrar)
– Báturinn má ekki vera vélknúinn

16:00-17:00 Þorpssögur – gengið um Búðardal.
Undir leiðsögn Sigurbjörns Sveinssonar. Byrjum hjá Gunnarsbraut 6.

19:30-20:30 Happy hour á Veiðistaðnum.

19:30 Umhverfisviðurkenningar og úrslit skreytingakeppni kynnt fyrir kvöldvöku (niðri við bryggju/Leifsbúð).
Slysavarnadeild Dalasýslu tilkynnir vinninga í happdrætti.

20:00 Kvöldvaka niðri við bryggju/Leifsbúð.
Hinn þaulvani Bjössi greifi heldur uppi fjörinu!

Sunnudagur 5.júlí:

11:00 Laxárhlaup með UDN (ca.3,5km).
Hittumst við MS.

13:00-14:30 Skátarnir með fjölskylduratleik.
Hittumst við aðalinngang á Dalabúð. 4 eða fleiri í liði.

15:00 Kómedíuleikhúsið með sýninguna „Dimmalimm“ í Auðarskóla.
Kostar aðeins 1.000kr.- inn.

15:00 Formleg opnun Vínlandsseturs í Leifsbúð.

15:30 – 17:00 Móttaka í Dalabúð vegna opnunar Vínlandsseturs – allir velkomnir

19:30-20:30 Happy hour á Veiðistaðnum

————————————————–

Og svo margt fleira:

🎉 Handverkshópurinn Bolli verður með opið frá kl.11:00-17:00. Alvöru íslenskt handverk úr Dölunum.
🎉 Ísbúðin í Búðardal verður opin frá kl.14:00-23:00 alla helgina. Ís, nammi og gos!
🎉 Veiðistaðurinn verður opinn frá kl.14:00-23:00 alla helgina. Fiskur, franskar og svo margt fleira!
🎉 Happy hour á Veiðistaðnum alla helgina (fös-sun) frá kl 19:30-20:30. Stór bjór á krana aðeins 500kr. Fiskisúpa og bláskel!
🎉 Opið á Eiríksstöðum frá kl.10:00-15:00 alla helgina. Upplifðu víkingatímann á spennandi hátt!
🎉 Opið á Rjómabúinu Erpsstöðum: 12:00-19:00 á föstudeginum, 12:00-17:00 á laugardeginum og 12:00-19:00 á sunnudeginum. Beint frá býli. Ís, skyr, ostar og margt fleira!
🎉 Sundlaugin á Laugum er opin frá kl.10-18 alla helgina. Frábært að fara í hressandi leiki eða slappa af í heitum potti!
🎉 Dalakot verður með opið frá kl.12:00-21:30 alla helgina. Góður matur og bar!
🎉 Opið í dýragarðinum á Hólum frá kl.11:00-16:00 alla helgina. Gaman að eiga notalegastund með dýrunum hjá Rebeccu!
🎉 Frisbígolf. Fyrsta braut byrjar við tjaldsvæðið í Búðardal, þar er einnig hægt að leigja diska!

————————————————–

🌍 Á hátíðinni verða umhverfisviðurkenningar veittar í þremur flokkum:

– Snyrtilegasta lóð í þéttbýli
– Snyrtilegasta lóð í dreifbýli
– Snyrtilegasta lóð fyrirtækis/stofnunar

Því er um að gera að nota næstu daga til að hressa upp á umhverfið!

————————————————–

Margir möguleikar á gistingu, veitingum og afþreyingu á svæðinu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei