Eyðublöð

Bygginga- og skipulagsfulltrúi

Umsókn/fyrirspurn um byggingarleyfi skal skila á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags eða beint til byggingafulltrúa á þar til gerðu eyðublaði, ásamt gátlista, sem fást á skrifstofum og á vefum sveitarfélaganna.

Til að bæta þjónustu embættis byggingarfulltrúa eru allar ábendingar og athugasemdir vel þegnar. Þeim má koma á framfæri bréflega og á netfangið: byggingafulltrui@strandabyggd.is

Hér má nálgast eyðublöð sem gilda fyrir Árneshrepp, Dalabyggð, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp og Strandabyggð.

Nánari upplýsingar er meðal annars að finna hérna neðar á síðunni svo sem er varða meðferð umsókna. Fyrir frekari fyrirspurnir eða upplýsingar skal snúa sér til byggingafulltrúa.

 
Word – útgáfur 
Pdf – útgáfur
101 Umsókn um byggingarleyfi Eyðublað –  umsókn um byggingarleyfi Eyðublað – umsókn um byggingarleyfi
103 Gátlisti vegna aðaluppdrátta Eyðublað – gátlisti vegna aðaluppdráttar Eyðublað – gátlisti vegna aðaluppdráttar
105 Umsókn um stöðuleyfi Eyðublað – umsókn um stöðuleyfi Eyðublað – umsókn um stöðuleyfi
108 Yfirlýsing um verklok á raforkuvirkni Eyðublað – Yfirlýsing lokaúttekt raforkuvirkis Eyðublað – Yfirlýsing lokaúttekt raforkuvirkis
109 Yfirlýsing um fullbúið og prófað brunaviðvörunarkerfi Eyðublað – Yfirlýsing lokaúttekt brunaviðvörunarkerfi Eyðublað – Yfirlýsing lokaúttekt brunaviðvörunarkerfi
110 Yfirlýsing um fullbúið vatnsúðakerfi Eyðublað – Yfirlýsing lokaúttekt vatnsúðakerfi Eyðublað – Yfirlýsing lokaúttekt vatnsúðakerfi
112 Yfirlýsing um stillingu hitakerfis og virkni stýritækja Eyðublað – Yfirlýsing lokaúttekt hiti og stýritæki Eyðublað – Yfirlýsing lokaúttekt hiti og stýritæki
113 Yfirlýsing um stillingu, prófun á samvirkni tækja og mælingu á loftmagni Eyðublað – Yfirlýsing lokaúttekt loftmagn Eyðublað – Yfirlýsing lokaúttekt loftmagn
114 Yfirlýsing byggingarstjóra um lok framkvæmda Eyðublað – Yfirlýsing byggingarstjóra um lok framkvæmda Eyðublað – Yfirlýsing byggingarstjóra um lok framkvæmda
117 Beiðni um meistaraskipti Eyðublað – Beðni um meistaraskipti Eyðublað – Beðni um meistaraskipti
118 Beiðni um byggingarstjóraskipti Eyðublað – Beðni um byggingarstjóraskipti Eyðublað – Beðni um byggingarstjóraskipti
120 Beiðni um skráningu byggingarstjóra Eyðublað – Beðni um skráningu byggingarstjóra Eyðublað – Beðni um skráningu byggingarstjóra
132 Tilkynning um skráningu iðnmeistara og staðfesting ábyrgðar Eyðublað – Tilkynning um skráningu iðnmeistara Eyðublað – Tilkynning um skráningu iðnmeistara
148 Yfirlýsing um prófun þéttleika, þrýstiþols og virkni á gas-, olíu-, gufu-, loft- eða þrýstilögnum Eyðublað – Yfirlýsing um prófun þéttleika, þrýstiþols og virkni Eyðublað – Yfirlýsing um prófun þéttleika, þrýstiþols og virkni
Nánari leiðbeiningar

Hverjir geta sótt um byggingarleyfi?
Húseigendur og lóðarhafar eða umboðsmenn þeirra.

Hvernig er sótt um byggingarleyfi?
Stöðluðu umsóknareyðublaði er skilað til embættis byggingarfulltrúa.
Með umsóknareyðublaðinu fylgi aðaluppdrættir og fylgiskjöl í samræmi við upptalningu á umsóknareyðublaðinu og vandlega útfylltur gátlisti. Við framlagningu umsóknar skal greiða tilskilið lágmarksgjald.

Meðferð umsókna um byggingarleyfi
Ef umsókn uppfyllir ekki ofangreind skilyrði er ekki tekið við henni.
Þegar tekið hefur verið á móti umsókn er hún skráð í gagnagrunn embættisins.
Umsóknin er yfirfarin af starfsmönnum byggingarfulltrúa og gengið úr skugga um að hún uppfylli ákvæði skipulags- og byggingarlaga, byggingarreglugerðar, skipulagsskilmála og annarra laga og reglna er málið varða.
Hið sama gera umsagnaraðilar, eftir því sem við á, þ.e. skipulagsfulltrúi, RARIK, slökkviliðsstjóri, RARIK/Hitaveita, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Fornleifavernd ríkisins, Vegagerð ríkisins, Vinnueftirlit ríkisins.

Byggingarfulltrúi afgreiðir allar umsóknir um byggingarleyfi.
Ef sótt er um byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða ef um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi fjallar skipulagsstjóri um málið og ákveður hvort grenndarkynna eigi það sbr. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynning tekur minnst 6 vikur.

Eftir yfirferð er umsókn lögð fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa þar sem lagt er lokamat á hana. Að fundi loknum fá allir umsækjendur tilkynningu um afgreiðslu málsins.
Þeir sem hafa skilað inn ófullnægjandi umsóknum fá rökstuðning yrir því hvers vegna umsókn var ekki samþykkt og gefst þá kostur á að lagfæra hana. Umsókn sem hefur verið lagfærð fær sömu meðferð og ný umsókn, þ.e. henni þarf að skila inn í síðasta lagi viku fyrir fund. Því líða hið minnsta tvær vikur á milli þess sem umsókn er tekin til umfjöllunar. Komi umsókn til umfjöllunar þriðja sinni skal greiða lágmarksgjald að nýju.
Ef umsókn er synjað getur umsækjandi kært niðurstöðuna til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Byggingarfulltrúi leiðbeinir umsækjanda um kæruleið og kærufrest. Úrskurður nefndarinnar er fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi.
Þegar umsókn hefur verið samþykkt verður gefið byggingarfulltrúi út formlegt byggignarleyfi að uppfylltum skilyrðum og geta þá framkvæmdir hafist.

Skilyrðin eru þessi:

 • Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld, s.s. gatnagerðar-, bílastæða- og úttektargjöld, hafi verið greidd samkvæmt reglum eða samið um greiðslu þeirra.
 • Byggingarstjóri hafi undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína á framkvæmdinni.
 • Iðnmeistarar hafi staðfest ábyrgð sína á viðkomandi verkþáttum.
 • Tilskildum séruppdráttum hafi verið skilað til embættisins og þeir áritaðir.

Forsendur málsmeðferðar

 • Að umsækjandi sé lóðarhafi, húseigandi eða umboðsmaður hans.
 • Að hönnuðir hafi löggildingu og fullnægjandi. starfsábyrgðartryggingu.
 • Að umsóknareyðublað sé rétt útfyllt.
 • Að gátlisti sé rétt útfylltur.
 • Að öll önnur gögn uppfylli ákvæði byggingarreglugerðar eftir því sem við á.
 • Að tilskilið lágmarksgjald sé greitt

Fyrirspurnir
Með fyrirspurn getur húseigandi eða lóðarhafi kannað hvort leyfi muni fást fyrir tiltekinni framkvæmd, án þess að leggja fram fullnaðaruppdrætti.
Þetta er gert í því skyni að spara hönnunarkostnað ef fyrirhuguð framkvæmd er ósamþykkjanleg.
Sé svar byggingaryfirvalda jákvætt getur fyrirspyrjandi fylgt málinu eftir með byggingarleyfisumsókn.

Afskráning umsókna
Umsókn sem ekki hefur verið afgreidd og ekki fylgt eftir af hálfu umsækjanda í sex mánuði verður afskráð úr málaskrá embættisins og uppdráttum eytt.
Tilkynning um væntanlega afskráningu verður send út með fyrirvara.

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei