Vinnuskóli Dalabyggðar


Dalabyggð starfrækir vinnuskóla fyrir 13-17 ára unglinga í allt að 8 vikur. Daglegur vinnutími er kl. 8-12 og 13-15.
Sérstakt umsóknareyðublað er fyrir vinnuskólann og er umsóknarfrestur auglýstur árlega. Um háttprýði og vinnusemi í vinnuskólanum gilda sérstakar vinnureglur.
Verkefni vinnuskólans eru margskonar, en hreinsun og umbætur á nærumhverfi í sveitarfélaginu eru grunnurinn. Við verkefnaval og notkun verkfæra fer eftir aldri viðkomandi og gilda um það sérstakar viðmiðunarreglur.

Ítarefni

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei