Haustfagnaður FSD

Ár hvert að hausti stendur Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu fyrir haustfagnaði þar sem dagskráin samanstendur af heimsóknum á sauðfjárbú, ýmiskonar verðlaunaafhendingum fyrir sauðfjárrækt og almennri gleði.

Sviðaveislan margrómaða er á sínum stað þar sem ýmsar útfærslur af sviðum eru í boði á meðan hagyrðingar kveða áður en dans er stiginn fram á nótt.

Hér má nálgast Facebook-síðu Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu: FSD – facebook

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei