Kosningar 2020

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní 2020. Upplýsingar um flest er lýtur að þeim er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is.

Kjörskrá

Á kjörskrá skal taka alla íslenska ríkisborgara sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, þann 6. júní. Óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir þann tíma.

Kjörskrá fyrir Dalabyggð mun liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 16. júní  til kjördags, mánudaga – föstudaga kl. 9:00 – 13:00.

Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Heimilt er að gera slíkar athugasemdir til sveitarstjórnar fram á kjördag.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninganna er hafin. Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar til kjördags. Innanlands er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11 í Búðardal frá 9. júní á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30 til 13:00.

 

Kjörfundur

Kjörfundur vegna forsetakosninga í Dalabyggð verður í fundasal stjórnsýsluhússins á Miðbraut 11 í Búðardal og stendur frá kl. 10:00 til kl. 22:00. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkum á kjörstað.

Til að vernda þá sem þess óska skal reikna með að næsti maður óski eftir 2 metra fjarlægðarreglu. Sýnum tillitsemi og virðum sóttvarnir að fullu á kjörstað.

 

Kjörstjórn Dalabyggðar

 

 

 

 

 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei