Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN):
Hjeraðssamband Dalamanna (Hs.Dm.) var stofnað á Kirkjuhóli í Saurbæ 24. maí 1918.
Fjögur félög stóðu að stofnuninni; Umf. Ólafur pái, Umf. Unnur djúpúðga, Umf. Dögun og Umf. Stjarnan.
Árið 1926 er nafni félagsins breytt í Ungmennasamband Dalamanna (UMSD).
Árið 1971 gekk Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga inn í Ungmennasamband Dalamanna og heitir sambandið eftir það Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN).
Starfsvæði Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga er Dalasýsla og Austur-Barðastrandarsýsla.
Núverandi aðildarfélög UDN eru Umf. Æskan, Umf. Ólafur Pái, Umf. Dögun, Umf. Stjarnan, Umf. Afturelding, Hestamannafélagið Glaður og Glímufélag Dalamanna.
Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga er aðili að UMFÍ og ÍSÍ.
Stjórn UDN
Heiðrún Sandra Grettisdóttir – Formaður – s. 7720860
Jóhanna Sigrún Árnadóttir – Varaformaður -s.8479598
Sigrún Sigurðardóttir – Gjaldkeri – s. 8625718
Sindri Geir Sigurðarson- Ritari – s. 8575058
Herdís Erna Matthíasdóttir – Meðstjórnandi – s. 6903825
Pálmi Jóhannsson – Varamaður
Svana Hrönn Jóhannsdóttir – Varamaður
Jón Egill Jónsson – Framkvæmdastjóri – s. 8675604