Alþjóðlegi ostadagurinn á Erpsstöðum

06júl13:0016:00Alþjóðlegi ostadagurinn á Erpsstöðum

Nánari upplýsingar

Ostakynningar, skottsala/markaður, tombólur, fræðsla, gönguferð og PUP UP PIZZA POPOLARE, með úrvali af ostaáleggi framleiddu af Rjómabúinu.
Rjómabúið Erpsstaðir heldur í tilefni af alþjóðlega ostadeginum uppá hann með því að bjóða gestum að smakka á völdum ostum og eiga góða stund í sveitinni. Pizza Popolare, sem hefur um nokkurra missera skeið selt pizzur með ostum frá Rjómabúinu Erpsstaðir, munu mæta og bjóða uppá pizzur bakaðar á staðnum. Settur verður upp „skott“ markaður þar sem sölumenn selja sínar vörur, hver úr sínum bíl. Þau sem hafa áhuga á að selja, vinsamlega hafið samband og látið vita fyrir laugardag. Þá munu einhverjir bjóða uppá fræðslu um sínar vörur og stutt söguganga verður kl 14 undir leiðsögn Þorgríms bónda. Fjölskyldu ratleikur þar sem leitað er að Kusu og Kusa, skúlptúr sem Gus, frá Spáni gerði og kom fyrir á Erpsstöðum og ýmislegt fleira sem hægt er að una sér við.
Þar sem alíslenski SKYR dagurinn er svo hinn 7. júlí og alþjóðlegi dagur kýrinnar þann 8. verður tækifærið notað og boðið uppá skyrsmakk og nóg af skyrmysu og öllum býðst að skoða kýrnar og kálfana (en bara að muna að þvo sér áður á eftir, áður en farið er að fá sér að smakka á góðgætinu).
Hlökkum til að sjá ykkur!
 – Helga, Þorgrímur, Vit ostagerðarmaður 2025 og starfsfólk á Erpsstöðum.

Meira

Klukkan

6. Júlí, 2025 13:00 - 16:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Erpsstaðir

Other Events