Íbúafundur vegna skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu

20ágú16:30Íbúafundur vegna skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu

Nánari upplýsingar

Opinn íbúafundur vegna skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst nk. kl. 16.30 í Hjálmakletti í Borgarnesi.

Fundurinn er boðaður af Almannavarnanefnd Vesturlands. Tilgangur fundarins er að eiga samtal við íbúa vegna yfirstandandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu.

Fyrirlestrar verða frá Veðurstofu Íslands, Náttúruhamfaratryggingu Íslands og Neyðarlínunni en jafnframt verða fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Lögreglunnar á Vesturlandi og sveitarfélaga á fundinum til að svara spurningum og taka þátt í umræðum.

Fundurinn verður sendur út í beinu streymi, hér: https://www.youtube.com/live/nhjKDAKj9nY

Björn Bjarki Þorsteinsson formaður Almannavarnanefndar Vesturlands setur fundinn.

Fundarstjóri verður Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Öll velkomin.

Meira

Klukkan

20. Ágúst, 2025 16:30(GMT+00:00)

Staðsetning

Hjálmaklettur - Menntaskóli Borgarfjarðar

Borgarbraut 54

Other Events

Get Directions