ATH Breytt tímasetning - Kynning og gönguferð í Brekkuskóg
04okt13:00ATH Breytt tímasetning - Kynning og gönguferð í Brekkuskóg
Nánari upplýsingar
Laugardagur 4. okt. kl. 13.00 – ATH uppfærð tímasetning ! Skógræktarfélag Dalasýslu býður til kynningar á núverandi framkvæmdum og áformum um göngustíga og fyrirhugaða aðstöðu fyrir útvist
Nánari upplýsingar
Laugardagur 4. okt. kl. 13.00 – ATH uppfærð tímasetning !
Skógræktarfélag Dalasýslu býður til kynningar á núverandi framkvæmdum og áformum um göngustíga og fyrirhugaða aðstöðu fyrir útvist ofl. í Brekkuskógi.
Gert er ráð fyrir að hittast í Nýsköpunarsetrinu í Búðardal (Miðbraut 11), kl. 13.00. Þar verður stutt kynning um verkefnið í Brekkuskógi. Að lokinni kynningu verður farið í gönguferð um Brekkuskóg. Ef veður er gott er gert ráð fyrir að hefja gönguna frá bílastæði við Silfurtún og ganga þaðan inn í skóginn og um nýlagða skógarstíga, og síðan til baka, alls um 1,5 km. Til vara verður farið frá bílastæði norðan við skóginn. Mælt er með gönguskóm og útivistarfatnaði.
Skógræktarfélag Dalasýslu stendur fyrir viðburðinum.
Myndatexti: „Sjálboðaliðar á vegum European Solidarity Corps áætlunar (ESC) Evrópusambandsins, undir leiðsögn Elisabeth Bernard og Ísoldar Eglu Guðjónsdóttur frá Skógræktarfélagi Íslands gerður skógarstíga í Brekkuskógi nú í sumar.“
Meira
Klukkan
4. Október, 2025 13:00(GMT+00:00)
Staðsetning
Nýsköpunarsetur & Brekkuskógur