Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi
Haust 2025
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi stendur fyrir fjölbreyttu félagsstarfi í þessum tveimur sveitarfélögum.
Nýir félagar velkomnir 60+!

Ljósmynd: Sigmundur Geir Sigmundsson
Hvetjum 60 ára+ og aðstandendur að gerast meðlimir að Facebook hóp félagsins sem heitir:
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi. <— smellið hér.
Hægt að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar fyrir frekari upplýsingar: dalir@dalir.is eða 430-4700
Hreyfing
Gönguhópurinn Stormur gengur frá Rauða kross húsinu kl. 10.30 á mánudögum og föstudögum. Gangan endar á góðum kaffisopa og spjalli við heimilisfólkið á Silfurtúni á mánudögum en í Rauða kross húsinu á föstudögum.
Boccia: Boccia tímarnir verða haldnir í nýja íþróttahúsinu í Búðardal og verður tímasetning þeirra auglýst síðar.
Líkamsræktartímar: Lína verður áfram með líkamsræktartíma í húsnæði Ólafs Pá alla mánudag og miðvikudaga kl 11.30 fyrir 60+.
Elli- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili í Dalabyggð fá gjaldfrjálsan aðgang að sund og líkamsrækt í nafni „gott að eldast í Dölum“. Fyrst í stað í áframhaldandi samstarfi við umf. Ólaf Pá eins og verið hefur, en síðar í íþróttamiðstöð Dalabyggðar eftir að hún kemst í gagnið.
Dagskrá
| Dagsetning | Staðsetning | Tími | |
| 8. janúar | Bingó | Barmahlíð | 14.00 |
| 22. janúar | Bingó | Silfurtúni | 14.00 |
| 29. janúar | Þorrablót | Silfurtúni | 18.00 |
| 5. febrúar | Söngstund | Barmahlíð | 14.00 |
| 19. febrúar | Félagsvist | RK húsið | 14.00 |
| 5. mars | Söngstund | Silfurtúni | 14.00 |
| 19. mars | Valdís | RK húsið | 14.00 |
| 26. mars | Aðalfundur | RK húsið | 14.00 |
| 9. apríl | Bingó | Barmahlíð | 14.00 |
| 16. apríl | Félagsvist | Tjarnarlundi | 14.00 |
| 30. apríl | Bingó | Silfurtúni | 14.00 |
| 7.maí | Lokahóf | Auglýst síðar |
Lagt af stað frá Silfurtúni kl 13.00 þegar farið verður í Tjarnalund og Barmahlíð
Mikilvægt er að láta vita ef fólk vill koma með í ferðir og þurfa far þá skal hringja í Finnboga í síma 864-6244.
Steinunn Lilja tekur við skráningu nýrra félaga í síma
830-0031.
Athugið að öll dagskrá hér er birt með fyrirvara um breytingar.