Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi

Lög, félag eldri borgara.

Haust 2025


Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi stendur fyrir fjölbreyttu félagsstarfi í þessum tveimur sveitarfélögum.

Nýir félagar velkomnir 60+!
Ljósmynd: Sigmundur Geir Sigmundsson

Ljósmynd: Sigmundur Geir Sigmundsson

Hvetjum 60 ára+ og aðstandendur að gerast meðlimir að Facebook hóp félagsins sem heitir:
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi.   <— smellið hér.

 

Hægt að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar fyrir frekari upplýsingar: dalir@dalir.is eða 430-4700

Hreyfing

Gönguhópurinn Stormur gengur frá Rauða kross húsinu kl. 10.30 á mánudögum og föstudögum. Gangan endar á góðum kaffisopa og spjalli við heimilisfólkið á Silfurtúni á mánudögum en í Rauða kross húsinu á föstudögum.

Boccia: Boccia tímarnir verða haldnir í nýja íþróttahúsinu í Búðardal og verður tímasetning þeirra auglýst síðar.

Líkamsræktartímar: Lína verður áfram með líkamsræktartíma í húsnæði Ólafs Pá alla mánudag og miðvikudaga kl 11.30 fyrir 60+.

Elli- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili í Dalabyggð fá gjaldfrjálsan aðgang að sund og líkamsrækt í nafni „gott að eldast í Dölum“. Fyrst í stað í áframhaldandi samstarfi við umf. Ólaf Pá eins og verið hefur, en síðar í íþróttamiðstöð Dalabyggðar eftir að hún kemst í gagnið.

 

Dagskrá

 

Dagsetning   Staðsetning Tími
8. janúar Bingó Barmahlíð 14.00
22. janúar Bingó Silfurtúni 14.00
29. janúar Þorrablót Silfurtúni 18.00
5. febrúar Söngstund Barmahlíð 14.00
19. febrúar Félagsvist RK húsið 14.00
5. mars Söngstund Silfurtúni 14.00
19. mars Valdís RK húsið 14.00
26. mars Aðalfundur RK húsið 14.00
9. apríl Bingó Barmahlíð 14.00
16. apríl Félagsvist Tjarnarlundi 14.00
30. apríl Bingó Silfurtúni 14.00
7.maí Lokahóf Auglýst síðar

 

Lagt af stað frá Silfurtúni kl 13.00 þegar farið verður í Tjarnalund og Barmahlíð

Mikilvægt er að láta vita ef fólk vill koma með í ferðir og þurfa far þá skal hringja í Finnboga í síma  864-6244.

Steinunn Lilja tekur við skráningu nýrra félaga í síma
830-0031.

Athugið að öll dagskrá hér er birt með fyrirvara um breytingar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei