Lopakynning í Samkaupum

DalabyggðFréttir

Ístex verður með kynningu í Samkaupum föstudaginn 23.10 frá kl. 14 og á laugardaginn 24.10 frá kl 11-14. Boðið verður upp á að fólk mæti með verkefni sem það er að vinna og fá ráðleggingar og aðstoð. 10% afsláttur af öllum lopa fylgir helgarkynningunni.

Rokkhátíðin Slátur – Haustfagnaður sauðfjárbænda í Dölum

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 23. október nk. verður rokkað í Dölunum. Þar koma saman í nýju Reiðhöllinni í Búðardal nokkrar af ferskustu og skemmtilegustu hljómsveitunum á Íslandi í dag. Gleðin hefst kl. 20 og stendur svo lengi sem þarf. Það kostar ekkert inn en dagskipanin er að skemmta sér og vera glaður.Hljómsveitirnar sem halda uppi stuðinu eru: Dr. Gunni, Retro Stefson, FM Belfast, …

Breytingar á bókuðum tímum í íþróttahúsi

DalabyggðFréttir

Þriðjudagur Badmintonæfing 15:30-17:00KVK fótbolti 17:00-18:15 MiðvikudagurBadmintonæfing 17:00-18:00Staðarfell 18:00-19:00Badminton trimm 19:00-20:00 FimmtudagurStaðarfell 16:00-17:00Blak kvk og kk 18:00-19:30KVK fótbolti 19:30-20:45 (ath. getur breyst lítilega á milli vikna) Það er rólegt það sem eftir er að haustönn í ungmennabúðum og því er tilvalið fyrir íþróttaáhugafólk að nýta húsið og bóka tíma fyrir íþróttaiðkun.

Garn – garn

DalabyggðFréttir

Handavinnuhúsið í Borgarnesi verða með garn til sýnis og sölu á Silfurtúni, miðvikudaginn 07.10.09 frá kl. 16:00 – 18:00

Guðrúnarlaug í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Þessa dagana er verið að hlaða Guðrúnarlaug í Sælingsdal og mun fljótlega vera hægt að baða sig í lauginni. Það var fyrir u.þ.b. 140 árum sem skriða féll á laugina sem þá hafði sinnt hlutverki sínu frá dögum Guðrúnar Ósvífursdóttur. Uppbygging laugarinnar er í samræmi við þá stefnu, sem mótuð er í aðalskipulagi sveitarfélagsins, að efla menningartengda ferðamennsku á Laugum. …

Menningarferð Skátafélagsins Stíganda

DalabyggðFréttir

Skátafélagið Stígandi hélt í menningarferð á Strandir 29.-30. ágúst sl. Það var gríðarlega góð þátttaka í ferðinni 26 skátar, fjórir fullorðnir og tvær litlar sem eru væntanlega verðandi skátar. Strandamenn tóku mjög vel á móti hópnum og lánuðu honum t.d íþróttahúsið til að gista í. Farið var í fjöruferð, á sauðfjársetrið, í sund, og skoðuð fiskvinnslan á Drangsnesi. Einnig átti …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

47. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. september 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá:1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 11. júní 2009. 3. Fundargerðir byggðarráðs fráa. 18. júní 2009b. 25. júní 2009c. 22. júlí 2009 d. 20. ágúst 2009e. 26. ágúst 2009. 4. Fundargerð fræðslunefndar frá 11. júní 2009. 5. Fundargerðir umhverfisnefndar frá:a. 2. júlí …

Fjárréttir í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

5. sept. Ljárskógarétt í Laxárdal 12. sept. Kirkjufellsfétt í Haukadal 13. sept. Fellsendarétt í Miðdölum 19. sept. Flekkudalsrétt á Fellsströnd 19. sept. Skarðsrétt á Skarðsströnd 20. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal 20.sept. Múlarétt í Saurbæ 20.sept. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit 27.sept. Hólmarétt í Hörðudal

Nýtt veffang fyrir Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Vinsamlegast athugið að Auðarskóli hefur fengið nýtt veffang. Það verður: www.audarskoli.dalir.is Vinsamlegast vistið þetta nýja veffang í minni tölvunnar og skoðið síðuna sem oftast og komið með athugasemdir eða nýjar hugmyndir um hvað gott og gagnlegt væri að setja á heimasíðuna. Umsjónarmaður heimasíðu Auðarskóla er Þorkell Cýrusson deildarstjóri, netfang: keli@dalir.is

Starf hjá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir því að ráða starfsmann hjá eignarsjóði/áhaldahúsi sveitarfélagsins. Um er að ræða fjölbreytt starf sem hentar laghentum úrræðagóðum aðila. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf. Umsóknarfrestur er til 10. september nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, merkt – Umsókn áhaldahús/eignarsjóður. Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma: 4304700