Sveitarstjórn Dalabyggðar – 220. fundur

Dalabyggð Fréttir

FUNDARBOÐ   220. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 2. júní 2022 og hefst kl. 16:00   Dagskrá: Almenn mál 1.   2203021 – Sveitarstjórnarkosningar 2022 – Skýrsla kjörstjórnar. 2.   2205013 – Kjör oddvita og varaoddvita 3.   2205014 – Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð 4.   2205015 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar …

Stuðningsfulltrúi Vinnuskóla Dalabyggðar – sumarstarf

Dalabyggð Fréttir

Helstu verkefni felast í stuðningi við ungmenni í störfum þeirra í vinnuskólanum. Stuðningsfulltrúi er aðstoðarmaður verkstjóra. Umsækjandi þarf að vera stundvís og áreiðanlegur, hafa góða samskiptahæfileika og vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu. Stundvísi og góð mæting eru skilyrði. Um er að ræða fullt starf í júní og júlí. Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 7. júní nk. Fyrirspurnir …

Sælingsdalslaug sundlaugarverðir – sumarstarf/helgarstarf

Dalabyggð Fréttir

Dalabyggð auglýsir störf sundlaugarvarða við Sælingsdalslaug í sumar, þá vantar sérstaklega aðila sem geta unnið um helgar. Um vaktavinnu er að ræða og umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri. Ekki er um fullt starf að ræða nema hluta af sumrinu. Opnunartími laugarinnar verður lengri í júlí, en í júní og ágúst. Helstu verkefni eru öryggisgæsla, þjónusta við gesti staðarins, …

Lóðasláttur lífeyrisþega

Dalabyggð Fréttir

Lífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Dalabyggð geta sótt um að fá lóðir sínar slegnar allt að þrisvar sinnum í sumar. Umsóknareyðublað liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar og er einnig að finna hér: Garðsláttur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega (eyðublað). Ekki er slegið við húsnæði þar sem rekin er atvinnustarfsemi.   Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega

Sýning: Heimferð eftir Handbendi brúðuleikhús

Dalabyggð Fréttir

Heimferð (Moetvi Caravan) eftir Handbendi brúðuleikhús í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi)  Hluti af listahátíð í Reykjavík Sýning í Búðardal fer fram við grunnskólann þann 9. júní nk. og hefst fyrsta sýning kl. 15:30 og eru endurteknar á klukkustunda fresti. Miðinn kostar 2.000 kr.- og hægt er að kaupa miða á tix.is. Athugið að aðeins …

Rafmagnsleysi í Búðardal 19.05.2022

Dalabyggð Fréttir

Rafmagnslaust verður við Sunnubraut, Búðarbraut, Miðbraut og Ægisbraut 19.05.2022 frá kl 14:00 til kl 14:20 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Laus störf við Auðarskóla í Dalabyggð

Dalabyggð Fréttir

Umsjónakennarar við Auðarskóla Í Auðarskóla eru lausar stöður umsjónarkennara á yngsta, mið- og elsta stigi. Um er að ræða fimm 100% stöður  Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar. Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og eru um 90 nemendur í grunnskólanum. …

Vinnuskóli Dalabyggðar 2022

Dalabyggð Fréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 8. júní  og til loka júlí (með einnar viku hléi) og er fyrir unglinga fædda 2005 til 2009. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 19. maí nk. Athugið að ekki er hægt að tryggja að umsóknir sem berast eftir þann tíma verði samþykktar. Frekari upplýsingar: Reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar Vinnuskóli Dalabyggðar – umsóknareyðublað

Rafmagnsleysi í Búðardal 18.05.2022

Dalabyggð Fréttir

Rafmagnslaust verður við Sunnubraut, Miðbraut og Ægisbraut 18.05.2022 frá kl 10:00 til kl 10:20 og kl 16:00 til kl 16:20 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof