Rafmagnstruflanir – Skógarstrandarlína

Raforkunotendur á Skógarströnd, Dalabyggð, þ.e. Suðurdalir, Búðardalur, Fellströnd, Saurbær og Skarðströnd, komið gæti til rafmagnstruflana í nótt vegna vinnu í tengivirki á Glerárskógum frá miðnætti til kl. 06 í fyrramálið. Nánari upplýsingar gefur Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390. Kort af svæði sem talið um er að ræða má sjá á www.rarik.is/rof

Ferming í Hjarðarholtskirkju

Þeir Alexander Örn og Daníel Freyr Skjaldarsynir fermast við hátíðlega athöfn í Hjarðarholtskirkju á morgun, 4. júlí, kl. 11:00. Prestur sr. Anna Eiríksdóttir, organisti Halldór Þ Þórðarson og kórfélagar.

Laust starf: Ostaframleiðsla MS Búðardal

Mjólkursamlag MS í Búðardal óskar eftir áhugasömum aðila til starfa við framleiðslu á Dala-ostum. Æskilegt er að viðkomandi aðili sé búsettur í Dalabyggð eða hafi áhuga á búsetu þar. Allar nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, ludvikh@ms.is og Garðar Freyr Vilhjálmsson, gardarv@ms.is   MS Búðardal framleiðir m.a. Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum. Ostagerðarmenning MS Búðardal byrjaði árið 1977.   Sjá einnig: …

Deiliskipulag fyrir Iðjubraut í Búðardal

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 22. júní 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir atvinnusvæði við Iðjubraut í norðurjaðri byggðarinnar, austan Vesturbrautar. Landnotkun á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi Dalabyggðar er athafna- og iðnaðarsvæði og fellur nýtt deiliskipulag undir þá skilgreiningu. Skipulagssvæðið er um …

Heim í Búðardal 2020 – Dagskrá

Núna styttist í bæjarhátíðina „Heim í Búðardal“ sem verður 3.-5.júlí n.k. Það er gaman að sjá að íbúar eru farnir að læða út skreytingum og við erum mjög spennt fyrir helginni þrátt fyrir að hún sé með nokkuð breyttu sniði vegna aðstæðna ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 🌻 !! Dagskrá !! 🌻 FÖSTUDAGUR 3.JÚLÍ: 18:00-20:00 Kjötsúpurölt og …

Sögurölt á Skarði á Skarðsströnd

Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum halda áfram samstarfi sínu um sögurölt. Fyrsta rölt sumarsins verður miðvikudaginn 1. júlí kl. 19:30 og hefst á hlaðinu á Skarði. Stella kollubóndi á Skarði og Valdís safnvörður munu vappa um hlaðið og nágrenni og segja sögur af alls konar konum á Skarði. Húsfreyjum, húskonum, vinnukonum, stúlkum, reifabörnum og draugum. Rétt er þó að …

Rafmagn í Saurbæ

Rafmagnsbilun er á Saurbæjarlínu. Unnið er að viðgerð. Rafmagnslaust verður í Saurbæ frá Árseli Hvítadal að rofa við Klofning 30.06.2020 frá kl 13:30 til kl 14:00 vegna vinnu við háspennustreng. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

Símasambandsleysi

27.júní 2020 Símasambandslaust er í sundlauginni á Laugum í Sælingsdal og verður fram yfir helgi

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 193.fundur – breytt staðsetning

193.fundur sveitarstjórnar verður haldinn mánudaginn 22. júní kl. 16:00. Fundarstaður breytist og verður í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal (í staðinn fyrir Árblik). Ástæða breytingarinnar er erfidrykkja í Árbliki 23. júní sem þarf að undirbúa. Dagskrá helst óbreytt.   FUNDARBOÐ   193. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. júní 2020 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 193.fundur

FUNDARBOÐ   fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. júní 2020 og hefst kl. 16:00   Dagskrá:   Almenn mál 1. 1806009 – Kjör oddvita og varaoddvita 2. 1806010 – Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð 3. 1806011 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar 4. 2005033 – Fjárhagsáætlun 2020 – Viðauki IV. 5. …