Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2025

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá 23. júlí til og með 6. ágúst nk. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi fimmtudaginn 7. ágúst kl. 09:00. Við bendum á að hægt er að senda tölvupóst á netfangið dalir@dalir.is meðan á sumarlokun stendur og við svörum við fyrsta tækifæri. Röskun getur orðið á útgáfu einhverra reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á þessum tíma þ.e. …

Búið að opna Vestfjarðaveg við Haukadalsá

DalabyggðFréttir

Í gær var tilkynnt um lokun á Vestfjarðavegi vegna framkvæmda við Haukadalsá. Áætlað var að opna veginn síðar í dag en ræsisframkvæmdir voru kláraðar fyrr. Því er búið að opna Vestfjarðaveg yfir Haukadalsá en hraði er tekinn niður á svæðinu. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna áfram aðgát og tillitssemi þar sem aðrar framkvæmdir standa enn yfir.

Af vef Vegagerðarinnar

Vestfjarðavegi við Haukadalsá lokað í sólarhring

DalabyggðFréttir

Í síðustu viku var birt frétt af tilvonandi vegaframkvæmdum í Dölum eftir að aukafjármagn var veitt til Vegagerðarinnar. Nú eru framkvæmdir að hefjast víða, meðal annars í Dölum. Vegna framkvæmda verður Vestfjarðavegi (60) lokað norðan við Haukadalsá í Dölum frá kl. 17:00 í dag mánudaginn 14. júlí til kl. 17:00 á morgun þriðjudaginn 15. júlí. Vegfarendur til og frá Vestfjörðum …

Úrbætur á hitaveitukerfi og fjármagn til vegaframkvæmda

DalabyggðFréttir

Fulltrúar Rarik mættu á fund byggðarráðs í síðustu viku þar sem kynnt voru áform fyrirtækisins um endurnýjun hitaveitulagna í Búðardal. Þörf er á endurnýjun dreifikerfi hitaveitunnar og er gert ráð fyrir að kostnaður við verkið sé á bilinu 300-400 milljónir muni taka um 3 til 4 ár, að óbreyttu. Samhliða þessu mun Rarik m.a. að endurskoða gildandi gjaldskrá og vera …

Dalabúð – úrbætur nk. mánuði

DalabyggðFréttir

Vegna nauðsynlegra úrbóta og viðgerða í Dalabúð hefur verið ákveðið að loka fyrir útleigu á félagsheimilinu á meðan þeim stendur. Framkvæmdir standa yfir næstu mánuði og verður tilkynnt um það þegar félagsheimilið er tilbúið til útleigu á ný. Félög sem hafa samning um aðstöðu í Dalabúð munu áfram hafa aðgengi að sinni aðstöðu en við biðjum þau um að taka …

Rotþróahreinsun 2025

DalabyggðFréttir

Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2025, mun hreinsun fara fram í Hvammssveit, Fellsströnd og Skógarströnd og hefst verkið mánudaginn 7. júlí nk. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum og auðvelda aðgengi að rotþróm. Þá þarf að …

Sturluhátíð 2025 nálgast

SveitarstjóriFréttir

Hin árlega Sturluhátíð verður haldin á Staðarhóli og félagsheimilinu Tjarnarlundi laugardaginn 12. júlí nk. Hátíðin hefst um kl. 14 á Staðarhóli, jörð Sturlu Þórðarsonar, með því að síðasta söguskiltið verður afhjúpað. Gengið verður um Staðarhólinn ásamt fróðu fólki um söguna, og litast um nágrennið frá sjónarhóli sagnaritarans mikla. Að því búnu verður haldið að félagsheimilinu Tjarnarlundi, sem er í næsta …

Tilkynning frá KM vegna flöskumóttöku

DalabyggðFréttir

KM þjónustan í Búðardal vill koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri vegna skilagjaldsskyldra drykkjarumbúða (flöskur, dósir): Kæru viðskiptavinir. Þar sem allir gámar eru orðnir sléttfullir af endurvinnslu og þeir verða ekki tæmdir fyrr en í næstu viku þá þurfum við að loka á móttöku á endurvinnslu fram á miðja næstu viku. Einnig, vegna orlofs þá verður endurvinnslan fyrir skilagjaldskyldar umbúðir Í …

17. júní í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Dalabyggð þakkar íbúum og öðrum gestum fyrir komuna sem og öllum sem lögðu hönd á plóg við að gera daginn ánægjulegan í gær. Berghildur Pálmadóttir flutti hátíðarræðuna í ár þar sem hún fjallaði meðal annars um sjálfstæðið, frið, fjölbreytileika, söguna og auðinn í samfélaginu: „Hér vitum við hver við erum, og þekkjum hvert annað. Við rekumst á hvert annað í …