17. júní 2021 í Dalabyggð

Dalabyggð Fréttir

Dalabyggð í samstarfi við Skátafélagið Stíganda og Slysavarnadeild Dalasýslu bjóða upp á hátíðardagskrá 17. júní. Dagskrá: Kl.13:00 – Silfurtún Hátíðarræða og ávarp fjallkonunnar verða á flötinni við Silfurtún þar sem Skátafélagið Stígandi stendur heiðursvörð. Nikkólína tekur nokkur vel valin lög. Við biðjum gesti um að halda fjarlægð frá íbúum Silfurtúns og virða það að fara ekki inn á heimilið. Að …

Timbur- og járnagámar í dreifbýli

Kristján Ingi Fréttir

Timbur- og járnagámar verða aðgengilegir í dreifbýli Dalabyggðar, viku í senn, eins og síðustu ár. Gámarnir verða settir á hvern stað á fimmtudegi og munu standa í um viku þar til þeir verða færður á næsta stað fimmtudeginum á eftir. Tímsetningar og staðsetning gáma: frá til Svæði Staðsetning 24.jún 30.jún Skógarströnd Straumur 24.jún 30.jún Skógarströnd Bíldhóll 24.jún 30.jún Hörðudalur Blönduhlíð …

Íbúafundur í Húnaþingi vestra vegna vindorkugarðs í landi Sólheima.

Dalabyggð Fréttir

Íbúafundur og kynning í Húnaþingi vestra á hugmyndum um nýtingu vindorku í landi Sólheima í Dalabyggð verður haldinn þriðjudaginn 15. júní klukkan 17:00 í Tangarhúsi á Borðeyri, Húnaþingi Vestra. Fulltrúar Qair og EFLU munu kynna fyrirtækið Qair, vindorkugarð í landi Sólheima og stöðu skipulagsmála. Að loknum kynningum munu fara fram umræður þar sem kostur gefst á að bera fram spurningar. …

Laus störf: Störf á Silfurtúni

Dalabyggð Fréttir

Á Silfurtúni eru 13 íbúar og starfsmenn eru um 12. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um störfin veitir Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, netfangið er silfurtun@dalir.is.  Ráðið verður í störfin  frá 20. ágúst eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Umsóknir og ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið silfurtun@dalir.is. Sjúkraliði Laust er til …

Lóðasláttur lífeyrisþega

Dalabyggð Fréttir

Lífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Dalabyggð geta sótt um að fá lóðir sínar slegnar allt að þrisvar sinnum í sumar. Umsóknareyðublað liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar og er einnig að finna hér: Garðsláttur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega (eyðublað). Ekki er slegið við húsnæði þar sem rekin er atvinnustarfsemi.   Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega

Sumarlokun á skrifstofu Dalabyggðar

Dalabyggð Fréttir

  Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð 12.-16. júlí og 3.-6. ágúst vegna sumarleyfa. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri.  

Sveitarstjórnarfundur unga fólksins 10. júní 2021

Dalabyggð Fréttir

Á morgun 10. júní kl.15:00 verður haldinn sveitarstjórnarfundur unga fólksins í Dalabyggð. Fundinum verður streymt á YouTube-síðunni „Dalabyggð TV“. Á fundinum taka þátt 7 fulltrúar ungmenna úr sveitarfélaginu en þau hafa sjálf valið dagskrárliði og útbúa tillögur. Dagskrá: Framhaldsskóladeild í Dalabyggð Íþróttamannvirki í Búðardal Úrbætur á skólalóð Umhverfi og ásýnd í Dalabyggð Við hvetjum íbúa til að fylgjast með fundinum: …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 206. fundur

Dalabyggð Fréttir

FUNDARBOÐ 206. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 10. júní 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 1806009 – Kjör oddvita og varaoddvita 2. 1806010 – Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð 3. 2105019 – Fundir sveitarstjórnar sumarið 2021. 4. 1806011 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar 5. 2105026 – Fjárhagsáætlun …