Framkvæmdir á Silfurtúni

Dalabyggð Fréttir

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 650 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Í tilkynningu kemur fram að áhersla hafi verið lögð á verkefni sem bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum, úrbætur sem tengjast aðgengismálum og öryggismálum og ýmsum stærri viðhaldsverkefnum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún fær um sex milljónir króna til viðhalds og endurbóta á einstaklingsrýmum og hreinlætisaðstöðu …

Glókollur – opnað fyrir umsóknir

Dalabyggð Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Glókolli – styrkjum til verkefna og viðburða á málefnasviðum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Glókollsstyrkir geta numið allt að einni milljón króna fyrir hvert verkefni en þeir eru ætlaðir til verkefna og viðburða á sviði háskólamála, iðnaðar, nýsköpunar, rannsókna og vísinda, hugverkaréttinda, fjarskipta, netöryggis og upplýsingasamfélags. Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is og allar frekari upplýsingar um styrkina …

Endurgreiðsla eftirstöðva sundkorta

Dalabyggð Fréttir

Eins og áður hefur verið tilkynnt vill Dalabyggð bjóða íbúum sem eiga miða/kort í Sælingsdalslaug að fá endurgreitt það sem eftir stendur vegna breytinga á rekstri laugarinnar. Dalabyggð mun fá öll kort til sín á næstu dögum og þurfa eigendur að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar til að hægt sé að ganga frá greiðslu fyrir árslok 2022. Hægt er að …

Fyrsta kaffispjall vetursins

Dalabyggð Fréttir

Í vetur verður boðið upp á fræðsludagskrá í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar. Markmiðið er að fá reglulega erindi, kynningar og halda utan um kaffispjall vegna ákveðinna umræðuefna sem íbúar geta sótt. Ákveðið var að hefja dagskránna á kaffispjalli sem fram fór þriðjudaginn 20. september sl. og sneri að Frumkvæðissjóði DalaAuðar. Gestir gátu mætt og tekið tal með Lindu Guðmundsdóttur verkefnastjóra DalaAuðar ásamt …

Verðkönnun: Iðjubraut og Lækjarhvammur, jarðvegsskipti og lagnir

Kristján Ingi Fréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð óskar eftir tilboðum í framkvæmdina: IÐJUBRAUT OG LÆKJARHVAMMUR, JARÐVEGSSKIPTI OG LAGNIR Verkin felast í jarðvegsskiptum og lagningu fráveitu- og vatnslagna í nýjum götum. Um er að ræða fyrri áfangi Iðjubrautar annars vegar og botnlanga vestur af Lækjarhvammi hins vegar. Hvor gata er aðskilið verkefni og hægt að gefa tilboð í bæði eða bara annað. Grafið verður fyrir götum …

Rafmagnslaust á Saurbæjarlínu 22.09.2022

Dalabyggð Fréttir

Rafmagnslaust verður frá Leysingjastöðum, í Saurbæ, Ólafsdal og Skarðströnd að rofa við Klofning 22.09.2022 frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Inflúensubólusetning 2022

Dalabyggð Fréttir

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir hópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Þungaðar konur. Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru …

nyskopunar

Ráðgjafaráð Nýsköpunarseturs Dalabyggðar

Dalabyggð Fréttir

Föstudaginn 23. september 2022 klukkan 10.00 verður efnt til fyrsta fundar nýs ráðgjafaráðs sem mun starfa innan Nýsköpunarseturs Dalabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Nýsköpunarsetrinu á 1. hæð Stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11. Ráðgjafaráðinu er ætlað að sameina krafta og þekkingu einstaklinga, með það að markmiði að efla nýsköpun, framkvæmdir og atvinnuuppbyggingu í Dalabyggð. Ráðgjafaráðið er opið öllum áhugasömum sem telja sig …

Opnað fyrir umsóknir fyrir þróunarverkefni búgreina 5. október

Dalabyggð Fréttir

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um þróunarverkefni búgreina samkvæmt búvörusamningum fyrir síðari úthlutun ársins rennur út á miðnætti 1. nóvember 2022. Opnað verður fyrir umsóknir í Afurð, stafrænu stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins, 5. október næstkomandi. Í nautgriparækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni. Í sauðfjárrækt eru styrkhæf þau verkefni sem …

Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslana í dreifbýli

Dalabyggð Fréttir

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli. Markmiðið er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Annars vegar er hægt að sækja um rekstrarstyrk og hins vegar styrk til búnaðarkaupa. Allt að 30 milljónum …