Sturluhátíð 15. júlí 2023

Dalabyggð Fréttir

Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 15. júlí nk. – á dagskrá verða m.a. afhjúpun söguskilta, söguganga, erindi og tónlistaratriði. Hátíðin er kennd við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum. Hátíðin hefst við Staðarhól, Saurbæ í Dölum, með afhjúpun söguskilta sem Sturlufélagið hefur látið útbúa og gefa innsýn í sögu sagnaritarans og Sturlungu. Að því loknu förum …

Kósýtónleikar Bríetar í Hjarðarholtskirkju við Búðardal

Dalabyggð Fréttir

Það er senn á ný komið að kósýtónleikum Bríetar þar sem hún, Rubin Pollock og Þorleifur Gaukur koma fram saman og flytja saman tónlist Bríetar í fallegum og rólegum útsetningum. Tónleikarnir fara fram 8. júní – Hjarðarholtskirkju við Búðardal kl. 21:00. Miðasala á tix.is – eða hér: BRÍET í Hjarðarholtskirkju Hlökkum til að sjá ykkur! Ef þið komist ekki á …

Sveitarstjóri á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

Dalabyggð Fréttir

Sveitarstjóri Dalabyggðar, Björn Bjarki Þorsteinsson, fór á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun, þriðjudaginn 30. maí, þar sem fjallað var um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir (samfélagsvegir). Dalabyggð sendi inn umsögn við málið í mars sl. Sveitarstjóri fylgdi nú málinu eftir hjá nefndinni í samræmi við áður innsenda umsögn. Dalabyggð tók fram í umsögn sinni að verkferlar …

Sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu 2023 fyrir 5-12 ára

Dalabyggð Fréttir

Vegna frábærra undirtekta verður sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu endurtekið sumarið 2023. Bingóið er lestrarátak Dalabyggðar yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar …

Aðstoðarmaður verkstjóra Vinnuskóla

Dalabyggð Fréttir

Auglýst er eftir aðila til að sinna stöðu aðstoðarmanns verkstjóra Vinnuskóla Dalabyggðar sumarið 2023. Starfað er frá 13. júní til og með 27. júlí. Í starfinu felst aðstoð við umsjón og þátttöku í daglegum verkefnum. Starfið getur meðal annars falið í sér félagslega liðveislu. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur og góður í mannlegum samskiptum. Óskað er eftir aðila sem …

Vantar starfsmann við heimaþjónustu

Dalabyggð Fréttir

Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu á einu heimili. Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Öll eldri en 17 ára (með bílpróf) hvött til að sækja um. Frekari …

Tvær kynningar í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar

Dalabyggð Fréttir

Mánudaginn 5. júní klukkan 17.00-18.15 Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, 1. hæð að Miðbraut 11, Búðardal. Mánudaginn 5. júní n.k. munu Vífill Karlsson og Bjarki Grönfeldt kynna niðurstöður úr tveimur rannsóknum. Annars vegar er um að ræða skýrsluna „Margur er knár þó hann er smár“ þar sem skoðuð var ítrekuð ólík útkoma úr íbúakönnun landshlutanna, þar sem borin voru saman nokkuð sambærileg fámenn …

IN SITU könnunin er komin í loftið

Dalabyggð Fréttir

Við leitum að menningarverkefnum og skapandi verkefnum á Vesturlandi. Starfar þú innan skapandi greina á Vesturlandi? Vinnur þú að samfélagslega mikilvægu verkefni á Vesturlandi? Taktu þátt í könnun sem gefur verkefninu þínu færi á að verða tilviksrannsókn fyrir IN SITU rannsóknaverkefnið á Vesturlandi. Þeir sem skrá verkefni til leiks eiga möguleika á 5000 evra samningi við rannsóknina og margvíslegum stuðningi …

Ný losunarsvæði fyrir garðaúrgang

Kristján Ingi Fréttir

Vegna gatnagerð í Iðjubraut hefur eldra söfnunarsvæði fyrir garðaúrgang verið aflagt. Íbúar eru beðnir um að losa ekki þar þó að hluti af haugunum sé þar enn. Búið er að koma upp svæði fyrir gróðurúrgang (gras og tré/greinar)norðan við Búðardal ofan við skógræktina. Þangað er hægt að fara með gras- og trjáúrgang, en ekki jarðveg.  Jarðveg má losa á fyllingarsvæðið …