Sveitarstjórn Dalabyggðar – 243. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 243. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 8. febrúar 2024 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2401044 – Fjárhagsáætlun 2024 – Viðauki I 2. 2401021 – Varúðarniðurfærsla skatt- og viðskiptakrafna og afskriftir v/2023 3. 2301066 – Viðmiðunarreglur um snjómokstur og hálkuvarnir 4. 2110034 – Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu 5. 2205016 – …

Álagning fasteignagjalda 2024

DalabyggðFréttir

Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er lokið og hafa álagningarseðlar verið birtir á Island.is. Fyrir þá sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 15. febrúar er veittur 5% staðgreiðsluafsláttur. Einhverjir vilja leggja beint inn fyrir fasteignagjöldunum, þá þarf að muna að senda tilkynningu á ingibjorgjo@dalir.is Reikningsupplýsingar fyrir greiðslu fasteignagjalda eru: kt. 510694-2019 rkn.nr. 0312-26-1818 Álagningarseðlar verða ekki sendir á pappír heldur …

Söfnunarstöð fyrir úrgang – gjaldtaka

Kristján IngiFréttir

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt uppfærð gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð sem tekur gildi frá og með 1. febrúar. Fyrir utan hækkun á almennu sorphirðugjaldi í samræmi við aukinn kostnað í málaflokknum er tekið upp nýtt fyrirkomulag við gjaldtöku við móttöku gjaldskylds úrgangs á söfnunarstöðinni í Búðardal. Árin 2021 og 2022 var notast við klippikort …

Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs Umsóknarfrestur er til hádegis 29. febrúar 2024. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- menningar- og samfélagsverkefni í Dalabyggð. Samtals eru 18.375.000 kr. til úthlutunar að þessu sinni. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur DalaAuðs má finna á vef SSV Yfirlit yfir þau verkefni sem fengið hafa styrk má finna á vef Byggðastofnunar Nánari upplýsingar og aðstoð við undirbúning …

Dalabyggð greiðir aðgang elli- og örorkulífeyrisþega að líkamsræktinni

DalabyggðFréttir

Á sveitarstjórnarfundi þann 18. janúar var samþykktur samningur við Ungmennafélagið Ólaf pá um afnot elli- og örorkulífeyrisþega af líkamsræktarstöð félagsins að Vesturbraut 8 í Búðardal. Regluleg hreyfing er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega heilsu og vellíðan. Rannsóknir sýna að reglubundin líkamsrækt við hæfi styður við aukna virkni og árangur í endurhæfingu. Þá er líkamsþjálfun fyrir eldra fólk gríðarlega mikilvæg og …

Akstur úr Búðardal í Borgarnes (leið 65) hefst 2. febrúar 2024

DalabyggðFréttir

Sl. sumar var tilkynnt að styrkur hefði fengist frá Byggðastofnun í tilraunaverkefni vegna aksturs milli Búðardals og Borgarness þar sem megin áhersla væri að bjóða framhaldskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að koma akstrinum á og varð ljóst að núverandi almenningssamgöngur milli Búðardals og Borgarnes myndu ekki geta …

Frumkvæðissjóður DalaAuðs opnar 1. febrúar

DalabyggðFréttir

Opnað verður fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs 1. febrúar 2024 Umsóknarfrestur er til hádegis 29. febrúar 2024. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- menningar- og samfélagsverkefni í Dalabyggð. Samtals eru 18.375.000 kr. til úthlutunar að þessu sinni. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur DalaAuðs má finna á vef SSV: Vefsvæði DalaAuðs Yfirlit yfir þau verkefni sem fengið hafa styrk má finna á vef Byggðastofnunar: Brothættar …

Fundur með starfshópi ráðherra – nýtt boð

DalabyggðFréttir

ATHUGIÐ breytt dagsetning og nýr fundarstaður. Fundurinn verður haldinn í Vínlandssetrinu að Búðarbraut 1 í Búðardal, mánudaginn 29. janúar kl.17:00 Það var sl. haust sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna tillögur til ráðherra um framgang mála í Dalabyggð, sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins, með það að markmiði að efla samfélagið. Hópinn skipa Sigurður …

Skrifstofa Sýslumanns lokuð 25. janúar

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal, verður lokuð fimmtudaginn 25. janúar 2024.  Hefðbundinn opnunartími þriðjudaginn 30. janúar.   Afgreiðslutími skrifstofu Sýslumanns í Búðardal Þriðjudaga, 9:00 – 15:00 Fimmtudaga, 9:00 – 14:00

Nýjar vinnureglur vegna vinnu verktaka og einyrkja

DalabyggðFréttir

Þann 17. janúar hélt atvinnumálanefnd Dalabyggðar fund með verktökum og iðnaðarmönnum úr sveitarfélaginu þar sem farið var yfir framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Þar voru einnig kynntar nýjar vinnureglur sem munu gilda um vinnu verktaka og einyrka fyrir sveitarfélagið Dalabyggð og tengd félög. Á sama fundi var það tilkynnt að eftirleiðis munu verktakar og einyrkjar sem hafa áhuga á að starfa fyrir Dalabyggð …