Bæjarhátíð

Er haldin í júlíbyrjun annað hvort ár, á sléttri tölu.

Það kannast eflaust flestir við texta Þorsteins Eggertssonar; „Er ég kem heim í Búðardal, bíður mín brúðarval. Og ég veit það verður svaka partý…“

Á bæjarhátíðinni „Heim í Búðardal“ er kannski minna um brúðarval sem bíður í röðum en með sanni má segja að það sé svaka partý og veislunni margt í.

Hátíðin er vel sótt af heimamönnum og gestum þeirra, þar á meðal brottfluttum Dalamönnum. Áherslan er lögð á fjölskylduvæna og heimatilbúna dagskrá og viðburði.

Bærinn er skreyttur hátt og lágt. Íbúar og fyrirtæki hafa opið fyrir gesti og gangandi. Dalamenn skemmta sér við leiki og með þátttöku í ýmsum dagskrárliðum!

Heim í Búðardal 2024

Bæjarhátíðin Heim í Búðardal verður haldin 5. – 7. júlí 2024  🎉
Dagskráin er uppfull af skemmtun fyrir alla aldurshópa.

SKREYTINGAR verða eins og síðustu ár, þ.e.:
Grænn 💚 og/eða appelsínugulur 🧡 sunnan megin í þorpinu.
Rauður ❤️ og/eða blár 💙 norðan megin í þorpinu.
Gulur 💛 og/eða fjólublár 💜 í dreifbýlinu!
————————————————–

🌻 !! Dagskrá !! 🌻
Fimmtudagur 4. júlí:


22:00 – Pub quiz og trúbador á Vínlandssetrinu
Einar Jón Gummi Bærings sjá um að skemmta mannskapnum fram eftir kvöldi. Byrjum á barsvari (pub quiz) og höfum gaman.

 

Föstudagur 5. júlí:


10:00 – 17:00 – Eldhátíð að Eiríksstöðum
(Past in flames)

Tilraunafornleifafræði á heimsmælikvarða. Brennt kl. 11:00 og 15:00 alla daga, svo fremur sem veður leyfir. 

13:00 – 16:00 – Listasmiðja í Dalíu, Miðbraut 15
Listasmiðja fyrir börn á öllum aldri. Efnisgjald í listasmiðju kr. 1.000 fyrir hvern þátttakanda, greiðist á staðnum. Kandýfloss til sölu á kr. 500

13:00 – 17:00 – Frumkvöðlar fortíðarinnar – örsýning í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, Miðbraut 11
Á sýningunni verða upplýsingar, myndir og munir frá horfnu atvinnulífi og starfsemi fyrri tíma í Dölunum til sýnis. Komið og rifjið upp minningar, rýnið í söguna og fáið innblástur.

16:00 – 18:00 – Grillaðar pylsur hjá KM og Kata, Vesturbraut 20
KM þjónustan og Kati verða með grillaðar pylsur og meðlæti fyrir gesti og gangandi.

18:00 – Bátakeppni við Búðardalshöfn
Öllum velkomið að taka þátt en 12 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Báturinn þarf að vera heimagerður og bera einstakling þannig að hann sé a.m.k. þurr fyrir ofan hné þegar komið er í land að nýju. Báturinn má ekki vera stærri í umfangi en 2×2 metrar eða vélknúinn. Báturinn þarf að drífa ákveðna leið. Verðlaun fyrir þann bát sem kemst á stystum tíma. Björgunarsveitin Ósk verður til aðstoðar á keppninni.

20:00 – Tónleikar í Dalíu, Miðbraut 15
Borgfirska tónlistarkonan Soffía og Pétur Ben munu búa til frábæra kvöldstund með tónlist þeirra beggja. Með þeim verða bassaleikarinn Fríða Dís og slagverksleikarinn Magnús Tryggvason Eliassen. Miðaverð kr. 4.900, selt við innganginn.

 

Laugardagur 6. júlí:


10:00 – 17:00 – Eldhátíð að Eiríksstöðum
(Past in flames)

Tilraunafornleifafræði á heimsmælikvarða. Brennt kl. 11:00 og 15:00 alla daga, svo fremur sem veður leyfir. 

10:00 – 13:00 – Listasmiðja í Dalíu, Miðbraut 15
Listasmiðja fyrir börn á öllum aldri. Efnisgjald í listasmiðju kr. 1.000 fyrir hvern þátttakanda, greiðist á staðnum. Kandýfloss til sölu á kr. 500

11:00 – Sápubolti á íþróttavellinum í dalnum (fyrir neðan Dalbraut)
Allir á öllum aldri velkomnir. Skráning á staðnum og skipt í lið með tilliti til aldurs. Við bendum á að í boltanum spila allir á eigin ábyrgð, 10 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Gott að hafa með sér handklæði og föt til skiptana.

13:00 – 15:00 – 60 ára afmæli MS Búðardal, Brekkuhvammi 15
Mjólkursamsalan Búðardal fagnar 60 árum og mun taka á móti gestum og gangandi.

13:00 – 17:00 – Frumkvöðlar fortíðarinnar – örsýning í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, Miðbraut 11
Á sýningunni verða upplýsingar, myndir og munir frá horfnu atvinnulífi og starfsemi fyrri tíma í Dölunum til sýnis. Komið og rifjið upp minningar, rýnið í söguna og fáið innblástur.

13:00 – 17:00 – Markaður í Dalabúð
Fjölbreytt úrval vöru og þjónustu bæði úr héraði og lengra að. Matur, handverk, snyrtivörur, húsbúnaður og fleira.

14:00 – Bestu lög barnanna í Dalabúð
Árni Beinteinn og Sylvía Erla koma og taka vel valin skemmtileg lög sem eru í uppáhaldi hjá börnum landsins.

15:00 – 17:00 – Blaðrarinn í Dalabúð
Blöðrulistamenn gera blöðrudýr fyrir börnin.

18:00 – Íslenskar heimsbókmenntir miðalda í Dalabúð
Spjall um íslenskar heimsbókmenntir miðalda með Dr. Jackson Crawford, Dr. William R Short og Reyni Óskarsyni. Spjallið fer fram á ensku.

20:00 – Madame TouRette uppistand í Dalíu, Miðbraut 15
Uppistandseinleikur Elvu Daggar Hafberg Gunnarsdóttur, þar sem hún fjallar á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sina og kjör öryrkja á Íslandi. Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og um leið óborganlega skemmtilegt. Miðaverð kr. 5.500, selt við innganginn.

 

Sunnudagur 7. júlí:


10:00 – 17:00 – Eldhátíð að Eiríksstöðum
(Past in flames)

Tilraunafornleifafræði á heimsmælikvarða. Brennt kl. 11:00 og 15:00 alla daga, svo fremur sem veður leyfir. 

12:00 – 17:00 – Prjónakaffi á Stóra Múla, Saurbæ
Opið hús hjá Gunnu og kaffi á könnunni. Öll velkomin, hvort sem prjónarnir fylgja með eða ekki.

13:00 – Hreinn Friðfinnsson – Heimkoma, í Árbliki
Hrein Friðfinnsson, listamaður kvaddi fyrr á árinu, eftir 60 ára starfsferil. Sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar opnar þann 7. júlí í félagsheimilinu Árblik í Miðdölum. Sýnd verða valin verk úr ferli Hreins sem bjó og starfaði erlendis mest allt sitt líf, hægt er að rekja má uppsprettu margra hugmynda hans til Íslands og Dalanna þar sem Hreinn sótti innblástur, en hann var frá Bæ í Miðdölum.

13:00 – Bókakynning í Dalabúð
Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur, les upp úr og kynnir bækur sínar í Dalabúð. Bergrún hefur m.a. skrifað bækurnar Lang elstur í bekknum, Kennarinn sem hvarf og Þorri og Þura.

14:00 – Fjörumó á Fellsströnd
Farið verður í fjörumó á Fellsströnd og leyndardómar fjörunnar rannsakaðir undir leiðsögn Jamie Lee stofnanda Fine Foods Islandica og Guðrúnar Hallgrímsdóttur matvælaverkfræðings. Hefst hjá félagsheimilinu á Fellsströnd sem er við hlið Staðarfells. Fjörusmakk og léttar veitingar í boði. Viðburðurinn er ókeypis og hentar fyrir alla fjölskylduna. Munum viðeigandi fatnað, fótabúnað og ílát til að safna í.

14:00 – BMX Bros á planinu við Dalabúð – sýning og námskeið
BMX Bros mæta með skemmtilega sýningu fyrir alla aldurshópa og í framhaldi af henni verða þeir með námskeið fyrir krakkana. Sniðugt er ef krakkarnir taka með sér hjól og auðvitað hjálm.

 

————————————————–

Og svo margt fleira:

Sömu helgi (5. – 7. júlí) verður Eldhátíð að Eiríksstöðum, sjá nánar hér: Past in flames

Viðburði í Dalíu má kynna sér hér: Dalía – viðburðir

Dýragarðurinn Hólum er opinn frá kl. 11:00 til 16:00

Opið á Erpsstöðum frá kl. 11:00 til 18:00

Vínlandssetrið er opið frá kl. 10:00 til 20:30 (sjá einnig viðburði þar)

Blys, veitingar og ísbúð – opin 12:00 til 21:30

Dalakot, veitingastaður – opið 12:00 til 21:00

Handverkshópurinn Bolli – opið 11:00 til 17:00

Fatabúð Rauða krossins í Dölum og Reykhólasveit – opin 4. og 5. júlí frá kl. 16:00 til 18:00

Dísbúð er opin frá 11:oo til 19:00 alla daga.

Sælukotið Árblik er opið frá 12:00 til 21:00 alla daga.

————————————————–

Ýmsir fjölbreyttir möguleikar á gistingu, veitingum og afþreyingu á svæðinu!

 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei