Bangsadvöl á bókasafninu

14okt12:3017:30Bangsadvöl á bókasafninu

Nánari upplýsingar

Öllum börnum er boðið að koma með bangsann sinn í pössun á Héraðsbókasafni Dalasýslu þar sem bangsinn fær að gista tvær nætur og upplifa töfra sem eiga sér stað meðan bókasafnið er lokað.

Komdu með bangsann þinn milli kl. 12:30 – 17:30 þriðjudaginn 14. október. Þú færð að búa til nafnspjald og getur lesið fyrir hann áður en þú ferð heim og bangsinn fer í góðan félagsskap með öðrum böngsum.

Komdu svo og náðu í bangsann á milli kl. 12:30 – 17:30 á fimmtudeginum 16. október og þá færðu að vita í hvers konar ævintýrum hann lenti!

Meira

Klukkan

14. Október, 2025 12:30 - 17:30(GMT+00:00)

Staðsetning

Héraðsbókasafn Dalasýslu

Miðbraut 11, 371 Búðardal

Other Events

Get Directions