Ég bý í sveit – málþing

18nóv11:0016:00Ég bý í sveit – málþing

Nánari upplýsingar

Málþing verður haldið á Laugum í Sælingsdal þann 18. nóvember 2025 frá kl.11:00 – 16:00. Áhersla málþingsins er á byggðafestu, nýsköpun og landbúnað og er athyglinni beint sérstaklega að Dalabyggð, Ströndum og Húnaþingi vestra.

Árið 2024 fóru þrjú landshlutasamtök í samstarf – Vestfjarðastofa, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélagið á Norðurlandi (SSNV). Verkefnið bar heitið Leiðir til byggðafestu  en hvatinn að því var skýrsla Byggðastofnunar um stöðu sauðfjárræktar í landinu. Kom þar fram að áföll í sauðfjárrækt kæmu verst niður á Dalabyggð, Reykhólahreppi, Húnaþingi vestra og Ströndum enda væri sauðfjárræktin þar hlutfallslega mikilvægust fyrir bæði byggðafestu og atvinnuveginn. Landshlutasamtökin fengu til liðs við sig Hlédísi Sveinsdóttir og Björn Bjarnason sem unnu tækifæragreiningu. Í kjölfarið var sett upp fræðsludagskrá fyrir íbúa í dreifbýli þessara landshluta og ýmis námskeið haldin íbúum að kostnaðarlausu.

Málþingið er lokapunkturinn í þessu samstarfi en þar sem sjónum beint að nýsköpun og landbúnaði. Þar verður fjallað um byggðaþróun og nýsköpun auk þess sem flutt verða erindi um áhugaverð nýsköpunarverkefni á svæðinu og möguleika til framtíðar.

Málþingið verður haldið á Laugum í Sælingsdal og er þátttaka öllum opin og án endurgjalds.

Skráning á málþingið: Ég bý í sveit – Málþing um leiðir til byggðafestu

Meira

Klukkan

18. Nóvember, 2025 11:00 - 16:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Laugar í Sælingsdal

Other Events