Fovitnir frumkvöðlar

01apr12:0013:00Fovitnir frumkvöðlar

Nánari upplýsingar

Á næsta fyrirlestri Forvitinna frumkvöðla þann 1. apríl munum við kafa ofan í hvernig frumkvöðlar geta þjálfað og nýtt skapandi og lausnamiðaða hugsun til að finna nýjar leiðir og skapa verðmæti.

Við skoðum hindranir sem oft standa í vegi fyrir skapandi hugsun og hvernig hægt er að yfirstíga þær með markvissum aðferðum. Einnig munum við kanna hvernig gervigreind getur ýtt undir sköpunargleði og stutt við nýsköpun. Með hagnýtum dæmum og rannsóknum fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir geta eflt sköpun í eigin verkefnum með því að blanda saman sinni eigin sköpun og gervigreind.

Birna Dröfn Birgisdóttir mun leiða okkur í gegnum þetta spennandi efni. Hún hefur brennandi áhuga á skapandi og lausnamiðaðri hugsun og hvernig gervigreind getur ýtt undir þá hæfni. Birna hefur rannsakað sköpunargleði í doktorsnámi sínu, þjálfað hundruð einstaklinga og haldið TEDx-fyrirlestur um efnið. Hún er alþjóðlegur fyrirlesari og stofnandi Bulby (https://www.bulby.com/) hugbúnaðar sem auðveldar og styttir hugarflugsfundi með hjálp gervigreindar.

Skráning á fundinn hér: SKRÁNING

Sjá nánar: Forvitnir frumkvöðlar

Meira

Klukkan

1. Apríl, 2025 12:00 - 13:00(GMT+00:00)