Fyrstu jólasveinarnir afhjúpaðir
27apr13:00Fyrstu jólasveinarnir afhjúpaðir
Nánari upplýsingar
Sunnudaginn 27. apríl kl. 13:00 Sælukotið Árblik í Suðurdölum, 371 Búðardal. Fyrstu jólasveinarnir afhjúpaðir – dagskrá í ÁrblikiAfhjúpun á fyrstu jólasveinunum
Nánari upplýsingar
Sunnudaginn 27. apríl kl. 13:00
Sælukotið Árblik í Suðurdölum, 371 Búðardal.
Fyrstu jólasveinarnir afhjúpaðir – dagskrá í Árbliki
Afhjúpun á fyrstu jólasveinunum í verkefninu „Íslensku jólasveinarnir eru úr Dölunum“.
Á dagskrá eru nokkur erindi, m.a. frá Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi og sérlegum áhugamanni um jólasveina.
Einar Svansson, afabarn Jóhannesar úr Kötlum mun segja lítillega frá afa sínum og jólasveinunum.
Sönghópurinn Kvika flytur nokkur lög við ljóð Jóhannesar.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, gerir grein fyrir verkefninu, tilurð þess og framkvæmd.
Guðbjörg María Ívarsdóttir, myndlistarkona, segir frá aðkomu sinni að verkinu.
Að dagskrá lokinni verður boðið uppá léttar veitingar að hætti heimamanna.
Kynnir er Björn Þór Sigbjörnsson, útvarpsmaður.
Aðganur er ókeypis og öllum opin.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest kæru vinir.
Meira
Klukkan
27. Apríl, 2025 13:00(GMT+00:00)