September, 2024

19sept17:30Gulur september – Geðræktarganga í Búðardal

Nánari upplýsingar

September er tileinkaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Haldin verður geðræktarganga í Búðardal fimmtudaginn 19. september í tilefni þess.

Gangan hefst klukkan 17.30 hjá Rauða kross húsinu í Búðardal.

Gengið verður Vesturlandsveg frá Rauða kross húsinu og þaðan niður Sunnubraut, svo Búðarbraut og Ægisgötuna, upp Brekkuhvamminn og þaðan tilbaka í Rauða kross húsið. Þeir sem vilja ganga með en treysta sér ekki í alla leið, geta gengið minni hring (sjá tillögu á korti þar sem hægt er að ganga hálfan hring t.d.)

Að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi og kakó í Rauða kross húsinu.

Þórður Ingólfsson, læknir, mun halda stutt erindi þar um geðrækt.

Hvetjum við alla sem komast ekki í gönguna en vilja sýna verkefninu samstöðu, með því t.d. að ganga saman í ykkar heimasveit eða smala í gulu 😉 og almennt taka þátt í að efla vitund um geðheilbrigði.

Meira

Klukkan

(Fimmtudagur) 17:30

Staðsetning

Rauða kross húsið

Vesturbraut 12

X
X