Október, 2024

17okt17:00Brothættar byggðir - Íbúafundur DalaAuðs

Nánari upplýsingar

Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð fimmtudaginn 17. október kl. 17.00.

Verkefnið DalaAuður er tímabundið samstarfsverkefni undir hatti Brothættra byggða. Stefnt er að því að verkefnið verði starfrækt í Dalabyggð út árið 2025.

Markmið verkefnisins Brothættra byggða er meðal annars:

  • Að sporna við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum
  • Að auka viðnámsþrótt brothættra byggðarlaga
  • Að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa
  • Að gefa íbúum kost á að taka þátt í forgangsröðun málefna.
  • Að stilla saman strengi ríkis, sveitarfélags, opinberra stofnana, atvinnulífs og íbúa í ákvörðunum sem varða viðkomandi byggðarlag.

Á íbúafundum gefst íbúum tækifæri til að forgangsraða og móta áherslur verkefnisins. Við hvetjum alla íbúa til að mæta og leggja línurnar fyrir árið 2025.

Verkefnisstjóri DalaAuðs, fulltrúar íbúa, Dalabyggð, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnun.

DAGSKRÁ ÍBÚAFUNDAR í Dalabúð 17. október 2024

17.00 – Kaffi og frumkvöðlar – Íbúafundurinn hefst á opnum borðkynningum ýmissa styrkþega. 

Íbúum gefst þar tækifæri til að hitta styrkþega og kynnast verkefnum sem hlotið hafa styrk úr frumkvæðissjóði DalaAuðs.

17.30 – Fundadagskrá hefst – Linda Guðmundsdóttir setur fundinn.

17.35 – Deiliskipulag, Hvammarnir – Kynning frá sveitarfélaginu um átak í uppbyggingu húsnæðis.

17.45 – Staða DalaAuðs – Linda Guðmundsdóttir fer yfir stöðu verkefnis.

18.00 – Vinnustofa íbúa – Íbúar setja niður hugmyndir í verkefnabanka DalaAuðs fyrir næsta ár.

18.30 – Niðurstöður vinnustofu

18.45-19.00 – Kynningar á frumkvöðlaverkefnum í Dalabyggð.

              – Urður Ull – Ingibjörg Þóranna Steinudóttir segir frá fyrirhugaðri ullarvinnslu í Dalabyggð.

              – Fagradalsostar – Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir segir frá geitum og ostunum sem hún er að framleiða í samstarfi við Erpsstaði.

19.00 – Fundi lokið

Meira

Klukkan

(Fimmtudagur) 17:00

Staðsetning

Dalabúð

Miðbraut 8

X
X