Hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju

DalabyggðFréttir

Í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs á þessu ári verður haldin sérstök hátíðarmessa í Hjarðarholti sunnudaginn 19. ágúst kl. 14.

Hestamenn munu fara ríðandi til messu úr hesthúsahverfinu í Búðardal. Allir sem geta eru hvattir til að vera í félagsbúningi Glaðs þó það sé alls ekki skilyrði.

Að messu lokinni verður kaffi í safnaðarheimilinu. Bændur í Hjarðarholti ætla góðfúslega að láta í té hólf undir hrossin á meðan á messu og kaffi stendur.

Þessi atburður er skipulagður í samstarfi Glaðs og sóknarprests og sóknarnefndar Hjarðarholtskirkju.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir til messu í Hjarðarholti, hestamenn sem aðrir.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei