Október, 2024

25okt(okt 25)18:0026(okt 26)23:59Haustfagnaður FSD 2024

Nánari upplýsingar

Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verður haldinn að vanda helgi fyrsta vetrardags.

Á dagskrá verða eftirtaldir viðburðir:

Föstudagurinn 25. október

18:00 Hrútasýning sunnan varnargirðingar í Hlíð í Hörðudal. Þar mæta glæsilegustu lambhrútar haustsins til sýningar og samanburðar. Einnig verður þar tækifæri til að mæta með gripi til sölu og næla sér í kynbótagripi, jafnvel með spennandi arfgerðir.

Laugardagurinn 26. október

11:00-16:00 „Matur er mannsins megin“ matarmarkaður ásamt handverki úr héraði
Markaðurinn verður í Reiðhöllinni í Búðardal en þar verður hægt að komast í návígi við allt það sem Dalirnir hafa upp á að bjóða þegar kemur að mat og handverki. Í reiðhöllinni verður einnig veitingasala auk þess sem önnur fyrirtæki í landbúnaði verða á staðnum og kynna sínar vörur og þjónustu.

11:00 Hrútasýning norðan varnargirðingar í Reiðhöllinni í Búðardal.
Þar verður seinni hluti sýningarinnar með efnilegustu hrútunum í Dalahólfi nyrðra. Þar verður einnig möguleiki á að hafa viðskipti með gripi.

13:00 Íslandsmeistaramótið í rúning verður haldið og spennandi að sjá hver hreppir titilinn í ár. Skráning á mótið fer fram á netfangið steinthor99@gmail.com eða síma 858-1999 til og með þriðjudagsins 22. október.
Verðlaun fyrir hrútasýningarnar, aðra þætti ræktunarstarfsins og ljósmyndakeppnina verða veitt á milli dagskrárliða í reiðhöllinni.

19:30 Sviðaveisla að Laugum í Sælingsdal
Sígilt hlaðborð sviða með tilheyrandi meðlæti. Skemmtuninni stjórnar Gísli Einarsson en einnig kemur Tindatríóið fram auk þess sem hagyrðingar munu fara um víðan völl. Veislunni lýkur með dansleik með Draugabönunum. Nánari upplýsingar um Sviðaveisluna má sjá hér https://fb.me/e/5w7dWtLZx

Þema ljósmyndakeppninnar í ár er „Sauðkindin á óvæntum stöðum“. Nú er um að gera að smella af mynd þegar augnablikið kemur eða fara yfir þau augnablik sem áttu sér stað í haust og senda inn mynd. Myndirnar sendist á netfangið skerdingar@gmail.com til og með 22. október. Úrslitin verða kynnt og vegleg verðlaun veitt í reiðhöllinni 26. október.

Komum saman, fögnum sauðkindinni og höfum gaman!

Meira

Klukkan

25 (Föstudagur) 18:00 - 26 (Laugardagur) 23:59

Skipuleggjandi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu

X
X