Jólamarkaður 2025

06des(des 6)13:0007(des 7)17:00Jólamarkaður 2025

Nánari upplýsingar

Jólamarkaður dagana 6.-7. .desember kl. 13 -17 í Dalabúð.

Það er komið að hinum árlega jólamarkaði. Að þessu sinni verður hann haldinn í Dalabúð.

Margir söluaðilar hafa meldað sig og verður nóg að skoða og versla fyrir jólin.

Piparkökuhúsaskreytingarkeppni verður þessa helgi einnig en börn geta komið með fallega skreytt piparkökuhús á laugardeginum þar sem að þau verða til sýnis en á sunnudeginum munu dómarar renna yfir húsin og kl 16 verður tilkynnt um sigurvegara.
Keppt er í tveimur flokkum:
leikskólaaldur til 4. bekk og 5. bekkur til 10. bekk.
Hvetjum öll börn til að fara að skreyta og mæta með húsin sín snemma á laugardeginum svo allir geti fengið að njóta þeirra.

Söluaðilar:
Rjómabúið Erpstaðir
Urður Ull
Dalamey
Eiríksstaðir
Ásgarður
Þurranes
Miðskógur
Daley kerti
LindarPrjón
Skeggjadalsmæðgur
Heiðrún Sandra
Krabbameinsfélag
Hugrún á Völlum
Halla
Dagný Lára
Slysavarnardeild Dalasýslu
Valþúfa
Alex
Gamla læknahúsið
Það verður því nóg af matarkyns, handverki og fleiri vörum.

Höfum gaman saman.

Meira

Klukkan

6. Desember, 2025 13:00 - 7. Desember, 2025 17:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Dalabúð

Miðbraut 8

Other Events

Get Directions