Mótaröð Glaðs 2025: Tölt
30mar13:00Mótaröð Glaðs 2025: Tölt
Nánari upplýsingar
Þriðja og seinasta inni mót vetrarins verður haldið sunnudaginn 30.mars kl. 13:00 Upp kom sú hugmynd að hafa flokk fyrir eldri knapa svo við ætlum að láta
Nánari upplýsingar
Þriðja og seinasta inni mót vetrarins verður haldið sunnudaginn 30.mars kl. 13:00
Upp kom sú hugmynd að hafa flokk fyrir eldri knapa svo við ætlum að láta á það reyna og skorum á alla 60+ að skrá sig í þann flokk 😃
Keppt verður í T7 í opnum flokki, knapar 60+, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki.
T7 fer þannig fram að það er riðinn 1-2 hringir hægt tölt, hægt niður og skipt um hönd og 1-2 hringir á frjálsri ferð á tölti.
Í öllum flokkum verða tveir inná í einu og stýrt af þul.
Dagskrá:
Pollaflokkur – frjáls aðferð
Barnaflokkur
Unglinga – og ungmennaflokkur
Eldri knapar 60+
Opinn flokkur
Hlé
Úrslit – Barnaflokkur
Úrslit – Unglinga- og Ungmennaflokkur
Úrslit – Eldri knapar 60+
Útslit – Opinn flokkur
Skráning fer fram í gegnum sportfeng en skráning í pollaflokk fer fram á staðnum 🙂
Athugið að unglingar og ungmenni skrá sig í Ungmennaflokk
Opinn flokkur heitir í SportFeng Fullorðinsflokkur 1. flokkur og 60+ flokkurinn heitir Fullorðinsflokkur 2. flokkur.
Skráningagjald er 4.000 á hest en frítt fyrir polla.
Síðasti dagur skráninga er föstudagurinn 28.mars.
Polla þarf að skrá fyrir kl. 13
Meira
Klukkan
30. Mars, 2025 13:00(GMT+00:00)
Staðsetning
Nesoddahöllin