Námskeið um stiklingaræktun á Hrym lerkikynblendingi
13nóv13:3015:30Námskeið um stiklingaræktun á Hrym lerkikynblendingi
Nánari upplýsingar
Fimmtudaginn 13. nóvember kl.13:30 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar að Miðbraut 11 í Búðardal. Lerkikynblendingurinn Hrymur hefur sýnt sig að vera öflugasta og eftirsóttasta trjátegund, sem ræktuð er á
Nánari upplýsingar
Fimmtudaginn 13. nóvember kl.13:30 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar að Miðbraut 11 í Búðardal.
Lerkikynblendingurinn Hrymur hefur sýnt sig að vera öflugasta og eftirsóttasta trjátegund, sem ræktuð er á Íslandi og hentar sérlega vel fyrir rýrt land og umhleypingasamt veður á Suður- og Vesturlandi. Mikill skortur er hinsvegar á þessari tegund og fræframboð lítið, en einnig er hægt að framleiða Hrym frá stiklingum með réttri tækni, sem hefur nú sýnt sig að ganga nokkuð vel.
Fjallað verður um aðferðir til að framleiða skógarplöntur af Hrym frá stiklingum og helstu eiginleika þeirra. Fjallað verður um tæknina, sem notuð er við örplöntuframleiðslu, ræktun og val á móðurplöntum, söfnun, klippingar og meðhöndlun á stiklingaefni. Undirbúning ræktunar og hvaða möguleikar eru til staðar, og helstu kosti og galla við aðferðina.
Farið verður ítarlega í nauðsynlegan tækjabúnað, tækni og aðstöðu, sem þarf fyrir rætingu stiklinga, örplöntuframleiðslu og framhaldsræktun yfir í útplöntunarhæfar plöntur.
Jakob K Kristjánsson lífefnafræðingur og skógarbóndi, hefur undanfarin tvö ár gert tilraunir með, og stýrt verkefni í samstarfi við fleiri aðila, sem hefur það að markmiði að þróa endurbætta örplöntutækni, til nota fyrir fjöldaframleiðslu á Hrymplöntum frá stiklingum.
Námskeiðið er haldið í húsakynnum Nýsköpunarseturs Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal, og samanstendur af um tveimur hálftíma fyrirlestrum með glærukynningu. Fyrir þá sem vilja verður síðan verður boðið upp á að skoða aðstöðu og tækjabúnað fyrir stiklingaræktina, sem búið er að koma upp á Hóli í Hvammssveit.
Meira
Klukkan
13. Nóvember, 2025 13:30 - 15:30(GMT+00:00)
Staðsetning
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar (Stjórnsýsluhúsi)
Miðbraut 11