Desember, 2022

17des(des 17)13:0018(des 18)17:00Opið á Erpsstöðum og jólatréssalaJólatré 2022

Nánari upplýsingar

Hvað er betra en dunda og drolla!! Bara njóta líðandi stundar og eiga góðan tíma með þeim sem manni þykir vænt um?
Rjómabúið Erpsstaðir verður opið næstu helgi 17. og 18. desember frá kl. 13:00 – 17:00.
Það verður hægt að fara í fjósið, klappa kálfunum og sjá kýrnar mjólkaðar. Versla sér rjómaís og sorbeta fyrir hátíðirnar eða næla sér í ost og góða sultu, nú eða íslenskt handverk.
Glímufélagið verður á staðnum og sér um jólatréssölu – sjá auglýsingu.
Einnig er opið í Sælureitinum Árblik sem er 2 km frá okkur og þar er hægt að setjast niður í hlýjum rúmgóðum sal og bragða á bakkelsi og súkkulaði.
Stutt í Búðardal þar er hægt að fá góðan mat í Dalakoti og ótrúlegt úrval af handverki eftir heimamenn hjá Bolla.
Gaman að hafa skauta með í för, hér er hægt að renna sér á skautum víða þessa dagana, muna að klæða sig vel 🙂
Kv. Rjómabúið Erpsstaðir

Meira

Klukkan

17 (Laugardagur) 13:00 - 18 (Sunnudagur) 17:00

Staðsetning

Erpsstaðir

X
X