Prjónakaffi (og kynningar) í fjósinu á Stóra Múla

07jún12:0017:00Prjónakaffi (og kynningar) í fjósinu á Stóra Múla

Nánari upplýsingar

Laugardaginn 7. júní er komið að tíunda prjónakaffinu og að því tilefni fáum við gesti í heimsókn.

Þórunn Lilja frá Skarði ætlar að koma og selja kerti sem hún er að framleiða undir Daley kerti.

Ingibjörg ætlar að kynna fyrir okkur Urður ullarvinnslu sem er ný opnuð í Rauðbarðarholti og Dögg í Hvítadal verður með kindapúða til sölu sem hún er að hekla.

Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Meira

Klukkan

7. Júní, 2025 12:00 - 17:00(GMT+00:00)