Sögustund í Dalíu - kynning tveggja rithöfunda og fræðimanna

04mar19:30Sögustund í Dalíu - kynning tveggja rithöfunda og fræðimanna

Nánari upplýsingar

Sögustund í Dalíu – kynning tveggja rithöfunda og fræðimanna
Þriðjudaginn 4. mars kl. 19:30 í Dalíu, Miðbraut 15 í Búðardal

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Sumarliði Ísleifsson fjalla um bækur sínar og rannsóknir tengdar vinnslu þeirra.
Sumarliði fjallar um bók sína Í fjarska Norðursins. Ísland og Grænland. Viðhorfssaga í þúsund ár. Þá mun hann tengja efni bókarinnar við afstöðu Íslendinga til Grænlands á 20. öld og tengja við afstöðu og umræðu dagsins í dag.
Þorkell Gunnar mun fjalla um bók sína Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Hvers vegna sendu Íslendingar stóran hóp íþróttafólks á Sumarólympíuleikana í London árið 1948 og talsverðan fjölda áhorfenda þegar gjaldeyrishöft voru á Íslandi og matarskortur og erfiðar aðstæður í Bretlandi eftir seinni heimsstyrjöldina?
Þátttaka Íslands var merkileg að mörgu leyti þar sem þetta voru fyrstu sumarleikarnir sem Ísland keppti á eftir lýðveldisstofnun og íslenskar konur þreyttu frumraun á Ólympíuleikum.

Meira

Klukkan

4. Mars, 2025 19:30(GMT+00:00)

Staðsetning

Dalía

Miðbraut 15

Other Events

Get Directions