Tækifæri framleiðslu og geymslu sólarorku í Dölunum

21okt17:0018:00Tækifæri framleiðslu og geymslu sólarorku í Dölunum

Nánari upplýsingar

Þriðjudaginn 21. október kl. 17-18 í Félagsheimilinu Dalabúð (efri salur). Kynningin er opin öllum.

Fulltrúar Alor heimsækja Dalina þar sem kynnt verða tækifæri framleiðslu og geymslu sólarorku á svæðinu. Rætt verður um reynslu félagsins af framleiðslu og geymslu sólarorku með fimm kerfum sem þegar hafa verið sett upp víðsvegar um landið. Fulltrúar félagsins segja frá tilraunaverkefni með bændum þar sem settar hafa verið sólarsellur og rafhlöður í þremur búum í mismunandi rekstri en bæirnir eru staðsettir í jafn mörgum landshlutum. Þá verður vikið að þeim styrkjum og fjármögnunarmöguleikum sem helst koma til greina. Á fundinum stendur áhugasömum þátttakendum til boða að skrá sig fyrir endurgjaldslausri heimsókn sérfræðinga Alor daginn eftir, þar sem aðstæður verða skoðaðar og frekari spurningum svarað.

Kynningin er opin öllum.

 

Meira

Klukkan

21. Október, 2025 17:00 - 18:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Dalabúð

Miðbraut 8

Other Events

Get Directions