Varmadælur - Fjarkynning
21nóv17:0018:00Varmadælur - Fjarkynning
Nánari upplýsingar
Fimmtudaginn 21. nóvember verður opin kynning á TEAMS. Kynningin er skipulögð af verkefninu DalaAuði en er opin öllum áhugasömum. Á kynningunni verður sagt frá kostum varmadæla fyrir íbúa á
Nánari upplýsingar
Fimmtudaginn 21. nóvember verður opin kynning á TEAMS.
Kynningin er skipulögð af verkefninu DalaAuði en er opin öllum áhugasömum. Á kynningunni verður sagt frá kostum varmadæla fyrir íbúa á köldum svæðum.
Dagskrá:
17.00-17.30 Sigurður Friðleifsson sviðsstjóri hjá Orkustofnun
kynnir helstu kosti varmadæla og Orkusjóð.
17.30-17.50 Eyjólfur Ingvi Bjarnason – varmadælur, dæmi um
sparnað fyrir heimili og býli.
Gefinn verður tími fyrir spurningar á eftir erindum.
Viðburðurinn er í fjarfundi á TEAMS. Sendið póst á linda@ssv.is til að fá fundarboð og hlekk í tölvupósti. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á kynninguna.
Meira
Klukkan
21. Nóvember, 2024 17:00 - 18:00(GMT+00:00)