Nóvember, 2023

07nóv20:00Vilborg Davíðsdóttir - erindi og bókakynning í Dalíu

Nánari upplýsingar

Sögufélag Dalamanna tekur á móti Vilborgu Davíðsdóttur til að kynna nýju bók sína: „Land næturinnar“, í Dalíu þriðjudaginn 7. nóvember nk. kl.20:00 – Bóksala og áritun að erindi loknu.

Öll velkomin!

Af bókarkápu:

Þorgerður Þorsteinsdóttir hefur lifað mikinn harm heima á Íslandi og heldur til Noregs þar sem örlögin leiða hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs Eyvindarsonar. Saman halda þau til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði. Í landi næturinnar bíða þeirra launráð og lífsháski. Á augabragði er Þorgerður orðin ein meðal óvina og kemst að því að stundum kostar það meira hugrekki að lifa en deyja.

LAND NÆTURINNAR er áhrifamikil og spennandi skáldsaga sem hefst þar sem þræðinum sleppti í fyrri bókinni um Þorgerði, UNDIR YGGDRASIL, en fyrir hana var Vilborg Davíðsdóttir tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021. Hér leiðir hún lesendur enn í ævintýraför og opnar nýja sýn á slóðir víkinga í Austur-Evrópu.

Meira

Klukkan

(Þriðjudagur) 20:00

Staðsetning

Dalía

Miðbraut 15

Skipuleggjandi

Sögufélag Dalamanna

X
X