Vinnustofa - áfangastaðurinn Dalir
12jan15:0020:00Vinnustofa - áfangastaðurinn DalirVinnustofa - áfangastaðurinn Dalir
Nánari upplýsingar
Boðað er til vinnustofu í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar þann 12. janúar, þar sem öllum íbúum Dalabyggðar er boðið að taka þátt. Vinnustofan er hluti af alþjóðlegu verkefni, styrkt af NORA, sem
Nánari upplýsingar
Boðað er til vinnustofu í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar þann 12. janúar, þar sem öllum íbúum Dalabyggðar er boðið að taka þátt.
Vinnustofan er hluti af alþjóðlegu verkefni, styrkt af NORA, sem snýr að mótun sjálfbærrar ferðamálastefnu á völdum áfangastöðum í Færeyjum, á Íslandi og í Noregi. Dalabyggð var valin sem rannsóknasvæði íslenska hluta verkefnisins en aðrir þátttakendur eru Suðuroy í Færeyjum og Andelsnes í Noregi.
Á vinnustofunni munum við meðal annars draga fram það sem svæðið hefur upp á bjóða og ræða hvernig við viljum sjá áfangastaðinn Dalina þróast í framtíðinni. Með þátttöku ykkar hefst mótun ferðamálastefnu sem styður við framtíðarsýn Dalabyggðar og tryggir að þróun ferðaþjónustu sé í takt við samfélagið sjálft.
Dagsetning: 12. janúar
Staður: Nýsköpunarsetur Dalabyggðar
Tvær tímasetningar í boði:
- Kl. 15:00–17:00
- Kl. 17:30–19:30
Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt! Veitingar verða í boði.
Nauðsynlegt er að skrá sig til að geta áætlað veitingar. SKRÁNING HÉR (https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfvd4GPd9tMc1oe0OumZNbhA2idVNmfb3v2Xg5-nWYKQ0rQ3g/viewform?usp=sharing&ouid=110838553189342264969 )
Skráningarfrestur: 9. janúar
Meira
Klukkan
12. Janúar, 2026 15:00 - 20:00(GMT+00:00)
Staðsetning
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar (Stjórnsýsluhúsi)
Miðbraut 11