Vinnustofa - áfangastaðurinn Dalir

12jan15:0020:00Vinnustofa - áfangastaðurinn DalirVinnustofa - áfangastaðurinn Dalir

Nánari upplýsingar

Boðað er til vinnustofu í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar þann 12. janúar, þar sem öllum íbúum Dalabyggðar er boðið að taka þátt.
Vinnustofan er hluti af alþjóðlegu verkefni, styrkt af NORA, sem snýr að mótun sjálfbærrar ferðamálastefnu á völdum áfangastöðum í Færeyjum, á Íslandi og í Noregi. Dalabyggð var valin sem rannsóknasvæði íslenska hluta verkefnisins en aðrir þátttakendur eru Suðuroy í Færeyjum og Andelsnes í Noregi.
Á vinnustofunni munum við meðal annars draga fram það sem svæðið hefur upp á bjóða og ræða hvernig við viljum sjá áfangastaðinn Dalina þróast í framtíðinni. Með þátttöku ykkar hefst mótun ferðamálastefnu sem styður við framtíðarsýn Dalabyggðar og tryggir að þróun ferðaþjónustu sé í takt við samfélagið sjálft.
Dagsetning: 12. janúar
Staður: Nýsköpunarsetur Dalabyggðar

Tvær tímasetningar í boði:

  • Kl. 15:00–17:00
  • Kl. 17:30–19:30

Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt! Veitingar verða í boði.

Nauðsynlegt er að skrá sig til að geta áætlað veitingar. SKRÁNING HÉR (https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfvd4GPd9tMc1oe0OumZNbhA2idVNmfb3v2Xg5-nWYKQ0rQ3g/viewform?usp=sharing&ouid=110838553189342264969 )

Skráningarfrestur: 9. janúar

 

Meira

Klukkan

12. Janúar, 2026 15:00 - 20:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar (Stjórnsýsluhúsi)

Miðbraut 11

Other Events

Skipuleggjandi

DalaAuður

Verkefni brothættra byggða í Dalabyggð

Learn More

Get Directions