Átak í asparræktun – námskeið

06feb17:0019:00Átak í asparræktun – námskeið

Nánari upplýsingar

Mikill og vaxandi áhugi er á skógrækt í landinu og fram hefur komið að skortur er á skógarplöntum til að mæta aukinni eftirspurn. Óvíða eru betri skilyrði fyrir skógrækt en í Dalabyggð og hafa nú nokkrir aðilar tekið höndum saman um að vinna að því að koma á fót plöntuframleiðslu á svæðinu.

Eitt verkefni á því sviði felst í að fá fleiri aðila til samstarfs um framleiðslu á öspum frá stiklingum. Fengist hefur styrkur frá Uppbyggingarsjóði SSV til að hrinda þessu í framkvæmd strax vorið 2023. Ætlunin er að nota styrkinn til að hjálpa mönnum af stað, m.a. með því að leggja til bakka.

Nú þegar hafa 12 aðilar boðið fram þátttöku í verkefninu í Dalabyggð og er næsta skref að halda námskeið um asparræktun þar sem meðal annars verður sýnikennsla um klippingar, meðhöndlun og framkvæmd ræktunarinnar. Námskeiðið er frítt og allir áhugasamir geta tekið þátt í því.

Námskeiðið verður haldið í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar að Miðbraut 11, Búðardal (1. hæð Stjórnsýsluhúsi), þann 6. febrúar n.k. klukkan 17.00-19.00.

Helst er stefnt á að þátttakendur hafi aðgang að gróðurhúsi eða stefni á að koma sér upp slíkri aðstöðu. Þetta er þó ekki skilyrði, þar sem einnig er hægt að framkvæma asparræktunina í góðu skjóli utanhúss eða með tiltölulega litlum breytingum á t.d. ónotuðum útihúsum.

Hvetjum við áhugasama til að taka þátt í þessu áhugaverða skógræktarnámskeiði, nýta sér fræðsluna og félagsskapinn til að koma sér af stað.  Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á námskeiðið.

Skráning á námskeiðið er hjá Jakobi K. Kristjánssyni í gegnum síma 664-7900 eða með tölvupósti jakob.heima@gmail.com

Meira

Klukkan

6. Febrúar, 2023 17:00 - 19:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar (Stjórnsýsluhúsi)

Miðbraut 11

Other Events

Get Directions