Júlí, 2024

13júl13:00Sturluhátíð 2024

Nánari upplýsingar

Nú fer að styttast í árlegan viðburð.
Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 13. júlí nk.

Hátíðin er kennd er við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum.
Hátíðin hefst við Staðarhól, Saurbæ í Dölum, með afhjúpun söguskilta sem Sturlufélagið hefur látið útbúa og gefa innsýn í sögu sagnaritarans, Staðarhóls og héraðsins.
Að því loknu förum við í sögugöngu með leiðsögn um Staðarhól.
Að lokinni þessari dagskrá á Staðarhóli verður haldið að Laugum í Sælingsdal, þar sem dagskráin heldur áfram og verða bornar fram kaffiveitingar, í boði Sturlufélagsins, að gildum og góðum íslenskum sið.

Dagskrá:

Kl. 13 – Afhjúpun söguskilta og söguganga – Staðarhóli í Saurbæ í Dölum.

Kl. 15 – Sturluhátíð – Dalahótel að Laugum í Sælingsdal.

Ræður flytja:
– Einar K. Guðfinnsson formaður Sturlufélagsins, setur hátíðina.
– Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
– Sverrir Jakobsson, deildarforseti og prófessor við Háskóla Íslands.
– Óttar Guðmundsson, geðlæknir.

Tómas R. Einarsson bassaleikari ásamt Óskari Guðjónssyni gítarleikara flytja tónlist. Sömuleiðis mun Tómas, sem er uppalinn á Laugum, lesa kafla úr ný útkominni endurminningabók sinni „Gangandi bassi“.

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og eru allir velkomnir.
Sturlufélagið býður upp á kaffiveitingar að hætti heimamanna.

Meira

Klukkan

(Laugardagur) 13:00

Staðsetning

Laugar í Sælingsdal

Skipuleggjandi

SturlufélagiðTilgangur félagsins er að halda á lofti nafni Sturlu Þórðarsonar sagnaritara á Staðarhóli og að heiðra á allan hátt framlag hans til íslenskrar menningar. Félagið hefur samstarf við aðra aðila sem á einhvern hátt tengjast eða geta tengst verkum Sturlu Þórðarsonar. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með fundum, útgáfustarfsemi, sýningum og öðrum þeim hætti sem er talinn heppilegur til að stuðla að markmiðum félagsins. Þá mun félagið stuðla að stofnun, opnun og starfrækslu minningarreits um Sturlu Þórðarson að Staðarhóli í Dalabyggð.

X
X