Fornleifar í innkeyrslunni
20nóv17:3018:30Fornleifar í innkeyrslunni
Nánari upplýsingar
Auðarstofa – Nýsköpunarsetur Dalabyggðar, Miðbraut 11 Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17.30-18.30 Fornleifafræðingurinn Atli Freyr Guðmundsson heldur fyrirlestur um fornleifar og fortíð mannlegs lífs í Dölunum.
Nánari upplýsingar
Auðarstofa – Nýsköpunarsetur Dalabyggðar, Miðbraut 11
Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17.30-18.30
Fornleifafræðingurinn Atli Freyr Guðmundsson heldur fyrirlestur um fornleifar og fortíð mannlegs lífs í Dölunum.
Dalasýsla er vel þekktur sögustaður, enda voru sumar Íslendingasögurnar ritaðar hér sem og að nokkrar sögur hreinlega gerast á svæðinu. Þá má finna þar fornleifar sem styðja það sem t.d. kemur fram í sögunum, en auðvitað hefur verið búið út um allar trissur sýslunnar (þó ekki séu allar fornleifarnar jafn þekktar eða jafn gamlar), og eru sumar fornleifarnar t.d. að finna „í innkeyrslunni“ sumstaðar.
Þessar fornleifar eru merkilegar á margan hátt, en aðallega sem áþreifanlegar og óhlutdrægar efnislegar sannanir fyrir menningararfi Íslendinga og því er mikilvægt að varðveita vitneskjuna sem þær bera með sér. Með áframhaldandi áhuga, forvitni og þekkingu á fornleifunum getum við tryggt að þessi verðmæti varðveitist og að framtíðarkynslóðir njóti þeirra.
Kynningin verður á staðnum en ef áhugi er á að fylgjast með erindinu á Teams, má senda póst á linda@ssv.is
Meira
Klukkan
20. Nóvember, 2025 17:30 - 18:30(GMT+00:00)
Staðsetning
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar (Stjórnsýsluhúsi)
Miðbraut 11