LED-væðing götulýsingar í Búðardal

Dalabyggð Fréttir

Í Dalabyggð er nú hafin LED-væðing götulýsingar í Búðardal.

Búið er að skipta um lampa á Miðbraut, Ægisbraut og Borgarbraut og unnið verður að frekari væðingu á næstu misserum.

Samhliða hefur verið og verður áfram unnið að peruskiptum og viðhaldi á eldri staurum.

Markmið með þessum breytingum er að ná fram betri lýsingu og um leið spara rekstrarkostnað við götulýsingu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei