Skráning hafin í Lífshlaupið 2022

Dalabyggð Fréttir

Bendum á að skráning er hafin í Lífshlaupið 2022 en keppnin hefst svo 2. febrúar. Allar nánari upplýsingar um Lífshlaupið er að finna á vefsíðu verkefnisins www.lifshlaupid.is Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er …

Umræðufundur Bakkahvamms hses. vegna byggingar íbúða

Dalabyggð Fréttir

Stjórn Bakkahvamms hses. boðar til umræðufundar með verktökum og iðnaðarmönnum í Dalabyggð varðandi áætlun um byggingu íbúða, í fundarsal Stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11 í Búðardal (2. hæð), fimmtudaginn 20. janúar nk. kl. 17:00. Þeir sem hafa áhuga á að sitja fundinn verða að skrá sig hjá Jóhönnu eigi síðar en kl.13:00 daginn áður (19.01.2022), með því að hringja í síma …

Bókabingó

Dalabyggð Fréttir

Það er öllum hollt að lesa og um að gera að byrja nýja árið með lestrargleði. Hér fyrir neðan má nálgast ný bókabingó sem hægt er að nýta sér bæði til skemmtunar og áskorunar. Bóka- og lestrarbingóið hentar t.d. yngri lesendum mjög vel. Hægt er að prenta bingóin út eða nálgast eintak á Héraðsbókasafni Dalasýslu að Miðbraut 11 í Búðardal. …

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

Dalabyggð Fréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum 15-17 ára ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta. Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Skila þarf inn útfylltu umsóknareyðublaði og senda með afrit af húsaleigusamningi og …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 213. fundur

Dalabyggð Fréttir

FUNDARBOÐ 213. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, fimmtudaginn 13. janúar 2022 og hefst kl. 16:00   Dagskrá: Almenn mál 1.   2104013 – Verkefnið Brothættar byggðir   2.   2112002 – Stafrænar húsnæðisáætlanir   3.   2110023 – Samstarf um rekstur öldrunarheimilis.   4.   1911028 – Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð   5.   2201015 – Öryggi rafmagns og fjarskipta   6.   2003004 …

Klippikort og sorphirðudagatal 2022

Dalabyggð Fréttir

Nú eiga ný klippikort fyrir endurvinnslustöðina að Vesturbraut 22 ásamt sorphirðudagatali 2022 að vera á leiðinni til íbúa. Ef sendingin skilar sér ekki skal hafa samband við Jóhönnu með því að hringja á skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700 (opið milli kl.9-13 á virkum dögum) eða með því að senda póst á johanna@dalir.is og tiltaka heimilisfang og/eða fasteignanúmer í póstinum. Við …

Laus störf á Silfurtúni

Dalabyggð Fréttir

Á Silfurtúni eru laus til umsóknar störf sjúkraliða, aðhlynning og leiðbeinandi í félagsstarfi. Störfin eru bæði til skemmri og lengri tíma. Upplýsingar um störfin veitir Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, netfangið er silfurtun@dalir.is. Ráðið verður í störfin  sem fyrst eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 14. janúar 2022. Umsóknir á að senda í tölvupósti á netfangið silfurtun@dalir.is. Laun eru samkvæmt kjarasamningi …

Praca w Domu Opieki Silfurtún

Dalabyggð Fréttir

W Silfurtún można ubiegać się o pracę na stanowisku sanitariusza i opiekuna. Oferujemy pracę zarówno krótkoterminową jak i długoterminową. Wszelkich informacji udziela Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir, dyrektor Domu Opieki, adres e-mail to silfurtun@dalir.is .Chętni zostaną zatrudni jak najszybciej lub według ustalonego terminu. Prosimy o składanie wniosków do 14 stycznia 2022 roku. Zgłoszenia należy przesyłać na adres e-mail silfurtun@dalir.is . Płace są …

Nýtt sorphirðudagatal – 2022

Dalabyggð Fréttir

Nýtt sorphirðudagatal, fyrir árið 2022, hefur verið samþykkt og er á leið í dreifingu, þangað til það berst heimilum verður hægt að nálgast það hér á heimasíðu Dalabyggðar (prentanleg útgáfa fæst með því að smella HÉR). Þá viljum við benda á að með dagatalinu munu berast ný klippikort fyrir aðgang að endurvinnslustöðinni að Vesturbraut 22 í Búðardal. Vegna þess að …