Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi

Vetur – Vor 2025


Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi stendur fyrir fjölbreyttu félagsstarfi í þessum tveimur sveitarfélögum.

Nýir félagar velkomnir!
Ljósmynd: Sigmundur Geir Sigmundsson

Ljósmynd: Sigmundur Geir Sigmundsson

Hvetjum 60 ára+ og aðstandendur að gerast meðlimir að Facebook hóp félagsins sem heitir:
Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi.   <— smellið hér

Hægt að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar ef fólk vill fá frekari upplýsingar: dalir@dalir.is eða 430-4700

 

Gönguhópurinn Stormur gengur rösklega frá Rauða kross húsinu kl. 10:30 á mánudögum og föstudögum. Gangan endar svo í kaffi og spjalli við heimilisfólkið á Silfurtúni á mánudögum en í kaffisopa í Rauða kross húsinu á föstudögum.

Lína er með ræktartíma fyrir 60 ára+ kl. 13:00 á mánudögum og kl. 11:00 á miðvikudögum.

Boccia verður spilað í Dalabúð á mánudögum kl. 14:10. 

Dagskrá á fimmtudögum:

16. janúar: Barmahlíð kl.14:00, farið frá Silfurtúni 13:00.  Bingó og spjall.

30. janúar: Silfurtún, þorrablót kl. 18:00.

13. febrúar: Rauða kross húsið kl.13:30, félagsvist.

27. febrúar: Rauða kross húsið kl.13:30. Valdís Einarsdóttir – myndasýning.

13. mars: Tjarnarlundur kl:13:30, lagt af stað 13:00 frá Silfurtúni. Félagsvist.

20. mars: Rauða kross húsið kl.13:30. Aðalfundur Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi.

27. mars: Barmahlíð kl.14:00, farið frá Silfurtúni 13:00.  Bingó og spjall.

10. apríl: Silfurtún kl.13:30, bingó og spjall.

8. maí: Stefnt er að því að fara út að borða saman. Auglýst seinna.

Félagið áætlar að fara á sýninguna „Þetta er Laddi“ í lok mars eða byrjun apríl. Þeir sem að hafa áhuga látið vita fyrir 5. febrúar á Facebook eða hjá Finnboga í síma 864-6244.

 

*Lagt er af stað frá Silfurtúni kl. 13:00 þegar farið verður í Tjarnarlund og Barmahlíð.

Mikilvægt er að láta vita ef fólk vill koma með í ferðir og þurfa far þá skal hringja í Steinunni Lilju í síma  830-0031.

Athugið að öll dagskrá hér er birt með fyrirvara um breytingar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei