Yfirlit yfir lausar lóðir er í endurskoðun og unnið að uppfærslu. Fyrir áhugasama um lausar lóðir bendum við á að hafa samband við Grettir Ásmundsson, byggingafulltrúa. Sími byggingafulltrúa er 451 3517 (á milli kl. 10 – 14) og netfangið er byggingafulltrui@strandabyggd.is.
Yfirlit yfir lausar lóðir
Nýtt deiliskipulag væntanlegt í mars.
Sækja um lóð
Hérna mun opna ný umsóknargátt – þangað til er hægt að hafa samband við byggingafulltrúa.
Af hverju Dalabyggð?
- Fjölbreytt tómstundastarf fyrir allan aldur.
- Einstök náttúra, fjölmörg tækifæri til útivistar og hreyfingar.
- Gott mannlíf, samheldni og sköpunarkraftur.
- Hæglæti, kyrrð og jarðtenging.
- Tækifæri til uppbyggingar.
- Frábær loftgæði.
- Virkt samtal við íbúa; lýðræði og stuttar boðleiðir.
- Ljósleiðaravæðingu lýkur 2025.
- Landrými.
- Öryggi; lítil náttúruvá.
Af hverju Búðardalur?
- Nálægð við skóla og leikskóla.
- Nýtt íþróttahús með sundlaug verður tekið í notkun í febrúar 2026.
- Fjölskylduvænt samfélag.
- Fjölbreyttar og rúmgóðar lóðir.
- Nálægð við sjó.
- Tækifæri til útivistar.
- Reiðhöll, líkamsrækt og ýmiskonar félagsstarf.
- Miðja Vesturlands; um 80km í Borgarnes, Stykkishólm, á Hvammstanga, Hólmavík og Reykhóla.
Að byggja í Búðardal
Vefsvæði: Eyðublöð
Hverjir geta sótt um byggingarleyfi?
Húseigendur og lóðarhafar eða umboðsmenn þeirra.
Hvernig er sótt um byggingarleyfi?
Stöðluðu umsóknareyðublaði er skilað til embættis byggingarfulltrúa.
Með umsóknareyðublaðinu fylgi aðaluppdrættir og fylgiskjöl í samræmi við upptalningu á umsóknareyðublaðinu og vandlega útfylltur gátlisti. Við framlagningu umsóknar skal greiða tilskilið lágmarksgjald.
Meðferð umsókna um byggingarleyfi
Ef umsókn uppfyllir ekki ofangreind skilyrði er ekki tekið við henni.
Þegar tekið hefur verið á móti umsókn er hún skráð í gagnagrunn embættisins.
Umsóknin er yfirfarin af starfsmönnum byggingarfulltrúa og gengið úr skugga um að hún uppfylli ákvæði skipulags- og byggingarlaga, byggingarreglugerðar, skipulagsskilmála og annarra laga og reglna er málið varða.
Hið sama gera umsagnaraðilar, eftir því sem við á, þ.e. skipulagsfulltrúi, RARIK, slökkviliðsstjóri, RARIK/Hitaveita, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Fornleifavernd ríkisins, Vegagerð ríkisins, Vinnueftirlit ríkisins.
Byggingarfulltrúi afgreiðir allar umsóknir um byggingarleyfi.
Ef sótt er um byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða ef um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi fjallar skipulagsstjóri um málið og ákveður hvort grenndarkynna eigi það sbr. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynning tekur minnst 6 vikur.
Eftir yfirferð er umsókn lögð fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa þar sem lagt er lokamat á hana. Að fundi loknum fá allir umsækjendur tilkynningu um afgreiðslu málsins.
Þeir sem hafa skilað inn ófullnægjandi umsóknum fá rökstuðning yrir því hvers vegna umsókn var ekki samþykkt og gefst þá kostur á að lagfæra hana. Umsókn sem hefur verið lagfærð fær sömu meðferð og ný umsókn, þ.e. henni þarf að skila inn í síðasta lagi viku fyrir fund. Því líða hið minnsta tvær vikur á milli þess sem umsókn er tekin til umfjöllunar. Komi umsókn til umfjöllunar þriðja sinni skal greiða lágmarksgjald að nýju.
Ef umsókn er synjað getur umsækjandi kært niðurstöðuna til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Byggingarfulltrúi leiðbeinir umsækjanda um kæruleið og kærufrest. Úrskurður nefndarinnar er fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi.
Þegar umsókn hefur verið samþykkt verður gefið byggingarfulltrúi út formlegt byggignarleyfi að uppfylltum skilyrðum og geta þá framkvæmdir hafist.
Skilyrðin eru þessi:
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld, s.s. gatnagerðar-, bílastæða- og úttektargjöld, hafi verið greidd samkvæmt reglum eða samið um greiðslu þeirra.
- Byggingarstjóri hafi undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína á framkvæmdinni.
- Iðnmeistarar hafi staðfest ábyrgð sína á viðkomandi verkþáttum.
- Tilskildum séruppdráttum hafi verið skilað til embættisins og þeir áritaðir.
Forsendur málsmeðferðar
- Að umsækjandi sé lóðarhafi, húseigandi eða umboðsmaður hans.
- Að hönnuðir hafi löggildingu og fullnægjandi. starfsábyrgðartryggingu.
- Að umsóknareyðublað sé rétt útfyllt.
- Að gátlisti sé rétt útfylltur.
- Að öll önnur gögn uppfylli ákvæði byggingarreglugerðar eftir því sem við á.
- Að tilskilið lágmarksgjald sé greitt
Fyrirspurnir
Með fyrirspurn getur húseigandi eða lóðarhafi kannað hvort leyfi muni fást fyrir tiltekinni framkvæmd, án þess að leggja fram fullnaðaruppdrætti.
Þetta er gert í því skyni að spara hönnunarkostnað ef fyrirhuguð framkvæmd er ósamþykkjanleg.
Sé svar byggingaryfirvalda jákvætt getur fyrirspyrjandi fylgt málinu eftir með byggingarleyfisumsókn.
Afskráning umsókna
Umsókn sem ekki hefur verið afgreidd og ekki fylgt eftir af hálfu umsækjanda í sex mánuði verður afskráð úr málaskrá embættisins og uppdráttum eytt.
Tilkynning um væntanlega afskráningu verður send út með fyrirvara.
Ef þú hefur frekari spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband við byggingafulltrúa.
Hagnýt skjöl
Deiliskipulag
Skipulagsuppdráttur
Listi yfir lausar lóðir og flokkun þeirra
Húsnæðisáætlun Dalabyggðar 2024
Tengdar síður
Upplýsingasíða Dalabyggðar fyrir nýja íbúa
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun