Fjölskylduútilega á Á - með Skátafélaginu Stíganda

17ágú13:00Fjölskylduútilega á Á - með Skátafélaginu Stíganda

Nánari upplýsingar

17.-18. ágúst stendur Skátafélagið Stígandi fyrir fjölskylduútilegu á Á á Skarðsströnd.
Útilegan er ekki bara ætluð skátum, það eru allar fjölskyldur velkomnar.

Um klukkustunda akstur er úr Búðardal að Á og munar aðeins 3km hvort farið er um Fellsströnd eða Saurbæinn.
Eiginleg útilega hefst kl.13:00 á laugardeginum en fólki er frjálst að mæta daginn áður. Foringjar þiggja aðstoð og félagsskap þá um kvöldið og morguninn.

Beðið er um upplýsingar um þátttöku fyrir hádegi á fimmtudeginum 15. ágúst til að hægt sé að vera með nóg af öllu.
Þátttöku skal tilkynna til Katrínar í síma 847-0847 eða í skilaboðum á Facebook.

– Rigning, sól, skátaleikir, skemmtileg samvera með sprelli og söng eins og í öllum skátaútilegum, eldur, ganga, kex og kakó.

Þátttaka kostar ekkert en hægt er að fá sameiginlegan kvöldverð á laugardeginum fyrir 1.500kr. á mann (valkvætt). Aðgangur að rafmagni kostar 1.000kr.

Ef fjölskyldan á ekki tjald er hægt að heyra í foringjum því félagið á nokkur tjöld sem hægt er að fá lánuð.

Meira

Klukkan

17. Ágúst, 2024 13:00(GMT+00:00)

Skipuleggjandi

Skátafélagið Stígandi

Skátafélagið Stígandi Dalabyggð

Learn More