Fundur með atvinnurekendum og fyrirtækjum í Dalabyggð

25feb16:0018:00Fundur með atvinnurekendum og fyrirtækjum í Dalabyggð

Nánari upplýsingar

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar boðar til fundar 25.febrúar n.k. kl.16:00 í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar (fundarsalur á 2.hæð) með atvinnurekendum og fyrirtækjum á svæðinu .

Fundurinn er liður í átaksverkefni til að styðja við hugmyndir og þróun núverandi rekstrar fyrirtækja í sveitarfélaginu.

Á fundinn koma fulltrúar frá KPMG sem unnu nýverið sviðsmyndagreiningu um þróun atvinnulífs á Vesturlandi fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Þeir munu kynna greininguna og verða svo með vinnustofu fyrir þátttakendur á fundinum. Með þessu móti mun skýrari vinna skila sér af fundinum sem verður til úrvinnslu í framhaldinu.

Að því loknu verða umræður um stöðu, hugmyndir og þróun með atvinnumálanefnd Dalabyggðar.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Meira

Klukkan

25. Febrúar, 2020 16:00 - 18:00(GMT+00:00)

Staðsetning

Stjórnsýsluhús Dalabyggðar

Miðbraut 11

Other Events

Get Directions