Júlí, 2024

06júl13:0017:00Heim í Búðardal: Markaður í Dalabúð

Nánari upplýsingar

Laugardaginn 6. júlí frá kl.13:00 – 17:00 verður markaður í Félagsheimilinu Dalabúð að Miðbraut 8 í Búðardal.

Þar munu koma saman framleiðendur, fyrirtæki og listafólk sem hefur til sölu og sýnis vörur og þjónustu af ýmsum toga.
Hægt er að skrá sig á markaðinn með því að senda á johanna@dalir.is
Þátttaka er ókeypis, borð og stólar á staðnum en uppstilling í höndum þátttakenda.

Öll og allskonar velkomin!

Meðal staðfestra þátttakenda eru:
✨ Frá Ásgarði – kjötvörur og grænmeti
✨ Fine Foods Íslandica – matvæli úr sjó
✨ Miðskógur – kjötvörur
✨ Urtasmiðjan – íslenskar húðvörur úr íslenskum jurtum
✨ Mýranaut – kjötvörur
✨ Varðveisla – vörur úr steinleir fyrir matvæli m.a. gerjunarílát
✨ SVAVA sinnep – íslenskt matarhandverk, gæðasinnep
✨ Brjánslækur – kjötvörur
& ýmsir aðilar með handverk og hönnun bæði úr héraði og næstu sveitarfélögum. Má þar nefna prjónaðar og heklaðar vörur, tálgaðar vörur, sútaðar gærur og margt fl.

Bæjarhátíðin „Heim í Búðardal“ verður haldin helgina 5. – 7. júlí nk. í sveitarfélaginu Dalabyggð. Ýmislegt um að vera, dagskránna í heild má sjá hér: BÆJARHÁTÍÐ

Meira

Klukkan

(Laugardagur) 13:00 - 17:00

Staðsetning

Dalabúð

Miðbraut 8

X
X