Júlí, 2024

06júl17:30Madame Tourette í Dalíu

Nánari upplýsingar

MADAME TOURETTE í Dalíu, Miðbraut 15 í Búðardal, laugardaginn 6. júlí nk. Húsið opnar kl. 17:30, hefst kl.20:00 og kostar miðinn 5.500kr.-

MADAME TOURETTE er uppistandseinleikur Elvu Daggar Hafberg Gunnarsdóttur, þar sem hún fjallar á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sina og kjör öryrkja á Íslandi.

Elva Dögg hefur starfad sem uppistandari i rúman áratug og jafnan vakið athygli fyrir einstakan húmor sinn og dirfsku við að opinbera þau áhrif sem alvarleg Tourette röskun hefur á lif hennar, jafnt einkalif, félagslif, kynlif og afkomu. Hún veitir áhorfendum sínum innsýn í heim sem margir vilja sidur vita af, en af hispursleysi og glettni sýnir hún okkur á eftirminnilegan hátt hvernig kímni hennar og einstök sýn á heiminn hefur bjargað lífi hennar.

MADAME TOURETTE hóf göngu sína á Listahátíð Reykjavíkur, en hefur síðan verið sýnd Í Tjarnarbíói og í Þjóðleikhúskjallaranum við miikla hrifningu og vinsældir. Kvöld med Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og um leid óborganlega skemmtilegt.

,,Elva Dögg ber sig eins og stjarna á sviðinu og áhorfendur myndu éta úr lófa hennar, ef það væri ekki óráðlegt að vera mikið að borða, svo títt, stjórnlaust og stundum óvænt sem hlátursköstin bresta á. Stundum sláandi bersögul, stundum ótrúlega kaldhæðin. Ekki alltaf prenthæf. Alltaf morðfyndin. Madame Tourette er sýning engu lík, sem öll ættu að sjá.“ – Þorgeir Tryggvason, Mbl.

Dagsetning 6.7.2024

Húsið opnar 17:30

Miðaverð 5500 kr

Meira

Klukkan

(Laugardagur) 17:30

Staðsetning

Dalía

Miðbraut 15

Skipuleggjandi

DalíaDalía er menningar- og fræðslusetur. Í Dalíu er bæði gistiaðstaða og salur sem m.a. hefur verið notaður til tónleikahalds, kynninga og fræðslu. Dalía býður upp á marga möguleika. Staðsetningin er mjög góð og húsið er áberandi. Það er kjörið menningarsetur eða samkomustaður fyrir fólkið á svæðinu. Það að hafa einhverja starfsemi í húsinu auðgar mannlífið.

X
X