Skyndihjálp - endurmenntun atvinnubílstjóra (6 klst)
23okt16:0022:00Skyndihjálp - endurmenntun atvinnubílstjóra (6 klst)
Nánari upplýsingar
Námskeiðið er ætlað atvinnubílstjórum sem hafa áður lokið skyndihjálparnámskeiði og þurfa á endurmenntun að halda. Staðsetning Húsnæði Rauða krossins, Vesturbraut 12, 370 Búðardalur Tími
Nánari upplýsingar
Námskeiðið er ætlað atvinnubílstjórum sem hafa áður lokið skyndihjálparnámskeiði og þurfa á endurmenntun að halda.
Staðsetning
Húsnæði Rauða krossins, Vesturbraut 12, 370 Búðardalur
Tími
23. október, 16:00 – 22:00
Leiðbeinandi
Þórunn Björk Einarsdóttir
Verð á mann
15.400 ISK
Námskeiðið er fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra og er samkvæmt námskrá Samgöngustofu.
Markmið námskeiðisins er að veita þátttakendum tækifæri til upprifjunar á helstu viðfangsefnum skyndihjálpar með áherslu á verklega færni og tilfellaæfingar. Sú þekking, leikni og hæfni mun síðan geta nýst þátttakendum í að:
– Fyrirbyggja, bera kennsl á og bregðast við neyðartilfellum.
– Veita faglega aðstoð í neyðartilvikum slysa eða bráðra veikinda þar til viðbragðsaðilar mæta á vettvang og taka við aðstæðum.
Athugið að forsenda fyrir námskeiðinu er að þátttaka sé næg. Þátttakendur þurfa að vera skráð áður en námskeiðið hefst og ekki er tekið við skráningum á staðnum. Ef námskeiðið er fullt er ekki hægt að bæta við fleiri þátttakendum.
Ekki er boðið upp á veitingar svo fólk er hvatt til að taka með sér nesti.
Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið nema læknisvottorð liggi fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.
Allar frekari upplýsingar í síma 570-4000 og á namskeid@redcross.is.
Meira
Klukkan
23. Október, 2025 16:00 - 22:00(GMT+00:00)
Staðsetning
Rauða kross húsið
Vesturbraut 12