17. júní 2021
17jún13:0017. júní 202117. júní 2021
Nánari upplýsingar
Dagskrá: Kl.13:00 – Silfurtún Hátíðarræða og ávarp fjallkonunnar verða á flötinni við Silfurtún þar sem Skátafélagið Stígandi stendur heiðursvörð. Nikkólína tekur nokkur vel valin lög. Við biðjum gesti um að halda fjarlægð
Nánari upplýsingar
Dagskrá:
Kl.13:00 – Silfurtún
Hátíðarræða og ávarp fjallkonunnar verða á flötinni við Silfurtún þar sem Skátafélagið Stígandi stendur heiðursvörð. Nikkólína tekur nokkur vel valin lög.
Við biðjum gesti um að halda fjarlægð frá íbúum Silfurtúns og virða það að fara ekki inn á heimilið.
Að lokinni dagskrá við Silfurtún verður skrúðganga að Dalabúð.
Kl.14:00 – Dalabúð
Dagskráin hefst á innan héraðsmóti Glímufélags Dalamanna. Skráning hjá Lóu í síma: 843-0107. Allir hvattir til að taka þátt, reyndir og óreyndir 10 ára og eldri.
Að loknu móti er svo skemmtidagskrá fyrir börnin í Dalabúð.
Í boði verða hoppukastali, sápukúlur, leiki og sprell.
Kötturinn sleginn úr tunnunni, candy floss og fleira í boði.
Nikkólína spilar.
Opið í Sælingsdalslaug frá kl.10:00 til 18:00.
Við biðjum íbúa að fara varlega og sinna áfram smitvörnum með handþvotti, spritti og fjarlægð við aðra íbúa eftir fremsta megni.
17. júní er svo sannarlega hátíðlegur dagur. Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að gera sér glaðan dag, draga fána að hún og halda upp á hann með fjölskyldu og vinum.
Meira
Klukkan
17. Júní, 2021 13:00(GMT-11:00)