Fjölskyldudagar á Eiríksstöðum
17júl(júl 17)10:0018(júl 18)16:00Fjölskyldudagar á EiríksstöðumFjölskyldudagar
Nánari upplýsingar
Fjölskyldudagar á Eiríksstöðum 17.-18. júlí (hefjast kl.10 á laugardeginum og lýkur kl.16 á sunnudeginum). Hefur börnin ykkar (og/eða ykkur í laumi) alltaf dreymt um að fá
Nánari upplýsingar
Fjölskyldudagar á Eiríksstöðum 17.-18. júlí (hefjast kl.10 á laugardeginum og lýkur kl.16 á sunnudeginum).
Hefur börnin ykkar (og/eða ykkur í laumi) alltaf dreymt um að fá að kveikja eld með stáli, baka brauð við opinn eld, kasta spjóti eða máta víkingahöfuðföt og taka skrýtnar fjölskyldumyndir.
Fjölskyldudagurinn á Eiríksstöðum er akkúrat hátíðin, þar sem þetta er hægt, ásamt mörgu fleiru.
Upplagt er að dvelja daglangt á staðnum og borða nesti, en svo erum við líka með kjötsúpu á hlóðum í boði.
Samhliða fer fram Íslandsmeistaramót í hnefatafli, sem hefst klukkan 14 á laugardeginum.
Það kostar 1500 inn, en ókeypis fyrir krakka 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Hægt er að nota Ferðagjöfina.
Meira
Klukkan
17. Júlí, 2021 10:00 - 18. Júlí, 2021 16:00(GMT-11:00)