Júlí, 2021
31júl01ágúSveitabúðin í Brautarholti opin á nýBúðin í Brautarholti
Nánari upplýsingar
Sveitabúðin í Brautarholti opin á ný! Í Brautarholti var rekin verslun frá 1908 til 1971. Hún átti sér trygga viðskiptavini í Suður- og Miðdölum en var líka vinsæll viðkomustaður ferðalanga, enda
Nánari upplýsingar
Sveitabúðin í Brautarholti opin á ný!
Í Brautarholti var rekin verslun frá 1908 til 1971. Hún átti sér trygga viðskiptavini í Suður- og Miðdölum en var líka vinsæll viðkomustaður ferðalanga, enda var þar líka bensíndæla.
Innréttingar búðarinnar eru í gamla krambúðarstílnum og hafa varðveist óbreyttar. Sambærilegar innréttingar er hvergi að finna hérlendis nema úti í Flatey.
Nú vilja eigendur búðarinnar bjóða almenningi að staldra þar við og skoða, því hún er forvitnileg þótt komin sé til ára sinna.
Búðin verður opin til sýnis um verslunarmannahelgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 13 -18. Aðgangur er ókeypis.
Meira
Klukkan
Júlí 31 (Laugardagur) 13:00 - Ágúst 1 (Sunnudagur) 18:00