Stofnfundur ráðgjafaráðs Nýsköpunarseturs Dalabyggðar

23sept10:00Stofnfundur ráðgjafaráðs Nýsköpunarseturs DalabyggðarRáðgjafaráð

Nánari upplýsingar

Föstudaginn 23. september 2022 klukkan 10.00 verður efnt til fyrsta fundar nýs ráðgjafaráðs sem mun starfa innan Nýsköpunarseturs Dalabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Nýsköpunarsetrinu á 1. hæð Stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11.

Ráðgjafaráðinu er ætlað að sameina krafta og þekkingu einstaklinga, með það að markmiði að efla nýsköpun, framkvæmdir og atvinnuuppbyggingu í Dalabyggð. Ráðgjafaráðið er opið öllum áhugasömum sem telja sig geta lagt krafta sína eða þekkingu að mörkum og eru áhugasamir hvattir til að mæta á stofnfundinn 23. september n.k. Engar skuldbindingar fylgja þátttöku, aðrar en vilji til að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Á fundinum verður farið yfir þá styrki, sem eru í boði á næstunni og hvernig verkefni, koma helst til álita fyrir hvern sjóð.

Þeir sem vilja leggja ráðinu lið geta einnig haft samband við Jakob K. Kristjánsson í gegnum netfangið jakob.heima@gmail.com

Meira

Klukkan

23. September, 2022 10:00(GMT-11:00)

Staðsetning

Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar (Stjórnsýsluhúsi)

Miðbraut 11

Other Events

Get Directions